Húnavaka - 01.05.1987, Side 184
182
HUNAVAKA
Magnúsdóttur í Litlu-Ávík, er gengu henni í foreldrastað. Ung að
árum réðist hún í vistir á nokkrum bæjum í Árneshreppi.
Árið 1913 fór hún til ársdvalar, sem
vinnukona vestur að Ármúla við ísafjarðar-
djúp, til Sigvalda Kaldalóns, tónskálds, er þá
var þar læknir og konu hans. En þar sem
Þórunn hafði góða söngrödd, hvatti hann
hana til söngnáms og hugðist sjálfur kenna
henni. En það fór á annan veg, því að þá um
sumarið kom upp skæð taugaveiki á heimil-
inu og lagðist allt fólkið í veikinni og er sagt
að Sigvaldi, sem tók veikina hafi aldrei náð
sér að fullu. Varð það til þess að ekkert varð
úr söngnáminu og munu þessi veikindi hans
hafa orðið til þess, að hann hvarf til starfa suður til Grindavíkur, eins
og kunnugt er af sögu hans.
Að ári liðnu snéri hún því aftur til æskustöðvanna, þar sem hún
giftist Ólafi Magnússyni frá Gjögri þann 9. nóvember 1918. Hófu þau
búskap sinn þar, en voru síðar i húsmennsku um skeið í Litlu-Ávík,
Reykjarfirði og Djúpuvík og síðast í Kúvíkum, en þar lést Ólafur
maður hennar þann 13. júlí 1948.
Sama ár flutti Þórunn búferlum til Skagastrandar, ásamt dætrum
sínum tveim, Björgu og Karítas. Bjó hún lengst af með syni sínum
Herbert á Akri á Skagaströnd eða allt þar til að heilsu hennar tók að
hraka.
Þá flutti hún á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi, en þar dvaldi
hún um 20 ára skeið, til dauðadags.
Eignuðust þau hjón 5 börn og eru 4 þeirra á lífi, en þau eru:
Bernódus, starfsmaður hjá Hólanesi h.f. á Skagaströnd, kvæntur
önnu H. Aspar, Herbert, húsvörður í Reykjavík, Björg Jóhanna,
búsett í Reykjavík, áður gift Friðriki Elvan, og Karítas Laufey, búsett
á Skagaströnd, gift Ingvari Sigtryggssyni. Eina dóttur misstu þau
hjón, er fæddist andvana 1922.
Eins og áður er sagt var Þórunn hæfileikum búin. Hún hafði létta og
glaða lund. Lagði öllum vel til og leiddi allt til betri vegar.
Útför hennar var gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 18. október.