Húnavaka - 01.05.1987, Page 186
184
HUNAVAKA
Kristinn Guðmundsson frá Skagaströnd lést á Héraðshælinu á
Blönduósi 1. desember, 83 ára að aldri. Hann var fæddur 11. ágúst
1903 á Krumshólum í Borgarhreppi í Mýrasýslu.
Kristinn var elstur fimm barna Guð-
mundar Kristjánssonar, bónda á Laugar-
landi í Stafholtstungum og konu hans Guð-
rúnar Jónsdóttur.
Hann vandist snemma mikilli vinnu og fór
þegar í æsku orð af dugnaði hans og ósér-
hlífni. Framan af ævi var hann kaupamaður
og vinnumaður á nokkrum bæjum á heima-
slóðum hans, Borgarfirði, þar sem hann fékk
hvarvetna gott orð húsbænda sinna fyrir
dugnað og árvekni.
Arið 1946 flutti hann til Skagastrandar.
Höfðakaupstaður, eins og staðurinn hét áður, stóð þá á miklum
tímamótum. Nýsköpun atvinnuveganna, eins og það umbótastarf var
nefnt, var að hefjast. Sjávarútvegurinn var endurreistur og nýbygg-
ingar reistar. Miklar ráðagerðir voru um, að gera hlut staðarins sem
mestan í þágu útvegs við innanverðan Húnaflóa.
Af þeim sökum fluttist margt fólk til staðarins á þessum árum
bjartsýni og fyrirheita. Einn í þeirra hópi var Kristinn.
A Skagaströnd vann hann um langan aldur alla algenga verka-
mannavinnu, m.a. við byggingu Síldarverksmiðju ríkisins og mun
hann einkum hafa unnið við múrverk þessi árin.
Kristinn var maður tilfinninga og hógværðar. Hann unni fögrum
söng og starfaði um skeið í kirkjukór Hólaneskirkju. Einnig mun hann
hafa fyrr á árum leikið með Leikfélagi Skagastrandar.
Kristinn stofnaði heimili með Þórunni Stefánsdóttur frá Kamba-
koti í Vindhælishreppi og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru á lífi,
en þau eru: Sigurður, bifreiðastjóri, búsettur í Vogum á Vatnsleysu-
strönd, kvæntur Bryndísi Rafnsdóttur frá Austurkoti á Vatnsleysu-
strönd. Guðmundur Reynir, verkamaður. Stefán, einnig verkamaður.
Og Lilja, húsmóðir, en unnusti hennar er Guðmundur Eyþór Guð-
mundsson, sjómaður frá Stokkseyri. Og eru þau þrjú síðastnefndu öll
búsett á Skagaströnd.
Síðustu ár ævi sinnar gekk Kristinn eigi heill til skógar og fór á