Húnavaka - 01.05.1987, Page 188
186
HUNAVAKA
anum og vann þar ýmis störf, síðast sem húsvörður. Hvar sem Þor-
björn bjó átti hann sér smíðakrók þar sem hann eyddi tómstundum
sínum ef einhverjar voru. Þar laut viðurinn vilja hans betur en margra
annarra, þar hvíldist hann frá erli dagsins og smíðaði börnum sínum
gull. Á Skagaströnd hafði hann nokkurn búskap sem veitti honum
mikla ánægju og var hann jafnan natinn við skepnur og mikill dýra-
vinur. Heimili þeirra Aðalbjargar var glatt og skemmtilegt, enda var
þar jafnan gestkvæmt og öllum tekið með sömu alúð og gestrisni.
Börnin ólust upp við glaðværð og hlýju og var Þorbjörn þeim ástúð-
legur faðir.
Börn Þorbjörns og Aðalbjargar eru: Ómar húsasmiður, Hrefna
ritari, Guðbjörg verslunarmaður, Valborg ritari, Isleifur bifvélavirki,
Sigurður pípulagningamaður, Hallbjörn smiður, Þráinn húsasmiður,
Heiðdís hárgreiðsludama, Kristjana ritari, Heiðrún verslunarmaður,
Þröstur tónlistarmaður og Sonny myndlistarnemi.
Útför hans var gerð frá Langholtskirkju 11. september.
M.J.
Þann 23. nóvember s.l. gerðist sá hörmulegi atburður að báturinn
Arnar frá Sandgerði fórst við Selatanga. Tveir menn voru á bátnum
og fórust báðir. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fannst hvorugur.
Annar þessara manna var Jóhannes Pálsson.
Hann var fæddur 31. maí 1951 í Kópavogi,
sonur Gestheiðar Jónsdóttur og Páls Jó-
hannessonar, einn þriggja barna þeirra
hjóna. Fárra daga gamall fluttist hann með
foreldrum sínum til Skagastrandar og þar
ólst hann upp við leik og störf áranna milli
1950 og fram yfir 1960 þegar svo margt var
að taka breytingum. Hann gekk í skóla á
Skagaströnd en var síðan um árs skeið í
Hlíðardalsskóla og síðan Kársnesskóla en
lauk landsprófi heima á Skagaströnd 1968.
Þann 27. desember 1969 giftist hann eftirlifandi konu sinni Önnu
Margréti Kristjánsdóttur, en þau voru æskuvinir. Hófu þau búskap
á Skagaströnd en fluttust síðan suður þar sem Jóhannes hóf nám í
X