Húnavaka - 01.05.1987, Page 191
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1986.
Janúar.
Snjór var á jörð allan mánuðinn,
en mismikill eftir sveitum í hér-
aðinu. Úrkoma varð alls 38,5 mm
og féll á 20 dögum, ýmist sem
snjór eða regn. Svellalög voru á
vegum en lítil á graslendi. Hlýjast
varð 26. dag mánaðarins +6,1
stig en kaldast þann 21. -t-11,8
stig. Allhvasst var dagana 24.-26.
og voru skráð 9 vindstig af SA
þann 25.
Samgöngur voru greiðar, allan
mánuðinn, og hagar nægir víðast
hvar í héraðinu. Þó ekki þar sem
snjór var mestur s.s. í framan-
verðum Svínadal og úti á Skaga.
Var þá, á sama tíma, svo til snjó-
laust á flatlendi um Vatnsdal og
Þing.
Gæftir voru nokkuð stopular í
mánuðinum.
Febrúar.
Einstæð veðurblíða var allan
mánuðinn. Aldrei sást nýfallinn
snjór, en sá sem fyrir var hvarf
ásamt svellum um miðjan mán-
uðinn. Hæst varð hitastig +9 stig
13. dag mánaðarins. Nokkuð var
kalt um nætur um og upp úr 20.
og hitastig fór niður í -r-13,5 stig
þann 21. Úrkomu varð aðeins
vart 7 daga mánaðarins en ekki
mælanleg nema 3 daga, alls 2,4
mm. Afleiðing þessa þurrviðris
varð að vatnsskortur olli erfið-
leikum á sveitabæjum. Mikil
heiðríkja var marga daga og
skyggni eftir því.
Samgöngur voru sem best er á
sumardögum og sjóleiði gott
vegna landáttar og veðurblíðu.
Mars.
Þótt marsmánuður væri ekki eins
einmunagóður, sem febrúar, var
veðurfar þó hagstætt. Suðlæg átt
var fram eftir mánuðinum og
hlýtt. Þann 18. komst hitinn í
+ 8,1 stig en eftir það kólnaði og
gekk til norðlægrar áttar. Frost
varð mest -M2,6 stig þann 29.
Nokkuð var vindasamt en þó ekki
hvasst nema síðari hluta aðfara-
nætur þess 18. Datt svo veðrið
niður um áttaleytið um morgun-