Húnavaka - 01.05.1987, Page 192
190
HUNAVAKA
inn. Föl var af og til á jörð er vika
var liðin af mánuðinum, en alltaf
lítið og svo til autt á láglendi.
Úrkomu varð vart í 21 dag, alls
16,1 mm.
Samgöngur voru fyrirstöðu-
lausar og gæftir hagstæðar.
Apríl.
Suðlæg átt var fyrstu viku mán-
aðarins og raunar fram undir
miðjan mánuðinn. Úr því var
áttin norðlæg allt til mánaðar-
loka. Mest veðurhæð var af suð-
vestri 7 vindstig þann 5. Hlýjast
var síðasta dag mánaðarins +12
stig, en kaldast -í-11,3 stig þann
2. Úrkomu varð vart alls 17 daga
og heildarmagn 33,2 mm. Snjór
féll 4 daga og snjólag skráð 12
daga, en alltaf lítið. Olli það
hvorki lélegum högum eða erfið-
um samgöngum.
Gróðurnál varð nokkur þar
sem þurrt var og skjólsælt og
brum trjágróðurs lítillega farin að
þrútna. Voryrkja var hvergi haf-
in. Gæftir voru nokkuð misjafnar,
eftir áttum. Hrognkelsaveiði var
talin treg.
Maí.
Maímánuður var yfirleitt kaldur
og þurrviðrasamur. Ekki kom
dropi úr lofti frá 4. til 19. dags
mánaðarins, en heildarúrkoman
varð 15,1 mm og féll á 12 dögum.
Tvo daga sem snjór, sem aldrei
festi þó. Áttin var þrálát norðan-
stæð og nokkuð vindasamt. Frost
var oft um nætur, mest 5,3 stig
þann 4. Hlýtt var fyrsta dag
mánaðarins +9,4 stig og svo aft-
ur þann 19. og 20. + 11,6 og 11,7
stig. Gróðri miðaði mjög hægt
vegna kulda og þurrka. Tún voru
óvíða algræn í mánaðarlokin og
úthagi grár yfir að líta. Sauðfé
var, að mestu, á gjöf út mánuð-
inn. Trjágróður var að byrja að
laufgast og fáir búnir að setja
niður kartöflur í mánaðarlok.
Samgöngur voru með ágætum,
en gæftir stopular.
Jum.
Júnímánuður reyndist hagstæð-
ur. Votviðri urðu nokkur á 16
dögum allt til þess 18. en úr því
aðeins úrkoma þann 26. allt til
mánaðarloka. Alls varð úrkoman
í mánuðinum 31,1 mm, allt sem
rigning. Yfirleitt var skýjað og því
fremur sólarlítið. Samfelld hlý-
indi voru frá 20. til mánaðarloka.
Heitast + 18 stig þann 28. Hins
vegar var hitastig lægst aðeins
+ 1,1 stig þann 9.
Sláttur hófst á tveim bæjum í
sýslunni þann 26., en gras var
yfirleitt litið á túnum, sökum
kuldanna í maí og beitar. Fyrsta
fé var hleypt til heiðar þann 27.
Heiðalönd, er ofar dró, voru þá
mjög gróðurlítil og fjallvegir ekki
færir. Vindátt var yfirleitt vestan
við S og N þótt hlý væri.