Húnavaka - 01.05.1987, Page 194
192
HUNAVAKA
Margir bændur tóku lömb en
fullorðið fé lá úti.
Gæftir á sjó voru stopular og
sjófang því lítið, og lítil rækja
finnanleg i Húnaflóa.
Nóvember.
Suðlæg átt var fyrstu viku nóv-
ember og nokkuð hlýtt. Mestur
hiti +6,5 stig þann 4. Fimm sól-
arhringar voru frostlausir i mán-
uðinum, en alltaf vetrartíð og
meiri og minni snjór á jörðu.
Kaldast varð -5-13,2 stig þann 12.
Tíðarfarið var umhleypingasamt
og loft skýjað. Urkoma var skráð
23 daga, alls 57,2 mm. Snjóalög
voru mjög misjöfn í héraðinu eftir
norðan veður þann 8. og 9. er
náði litið inn til dalanna en
miklar fannir í úthéraði. Urðu af
nokkrir fjárskaðar á bæjunum
Bakkakoti og Sölvabakka. Sauðfé
kom yfirleitt á hús í byrjun mán-
aðarins.
Samgöngur voru tafalitlar í
héraði, en gæftir til sjávarins
stopular.
Desember.
Úrkomu varð vart 16 daga í des-
ember, en mælanleg 10 daga,
samtals 14,5 mm, 4 mm sem regn,
en 10,5 mm sem snjór. Frostlaust
var með öllu dagana 13., 17., 22.
og 23. er hitinn komst í 9,5 stig.
Leysti snjó þá mjög. Tíðarfar
þótti umhleypingasamt og átt
breytileg. Misvinda var í hérað-
inu, svo að um miðnætti aðfara-
nótt þess 15. voru skráð 6 vindstig
á Blönduósi af ANA en þá urðu
miklir skaðar á nyrstu bæjum i
Vatnsdal, síðari hluta nætur,
vegna austan veðurs.
Hagar, fyrir hross, voru alls
staðar í héraðinu og samgöngur
greiðar. Hálka var þó nokkur á
vegum. Gæftir á sjó nokkuð stop-
ular.
Þá sem kunna að lesa framan-
skráð veðurfarsyfirlit bið ég að
athuga eftirfarandi:
Veðurfar er oft og tíðum
breytilegt frá einum stað til ann-
ars, hvað vindátt, vindhraða, úr-
komu og jafnvel hitastig snertir.
Væri hægt að tilfæra um það
áþreifanleg dæmi, en í þessu til-
felli er miðað við staðsetningu
veðurathuganastöðvarinnar á
Blönduósi.
Hins vegar, þar sem talað er
um jarðlag, grassprettu, nýtingu
heyja, samgöngur o.fl. er leitast
við að lýsa heildarástandi þess í
héraðinu og er það trúlega það,
sem minnisstæðast verður, eftir á,
því í þeim þætti kemur fram
nokkurs konar árferðislýsing, sem
er afgerandi um hag héraðsbúa.
Grímur Gislason.