Húnavaka - 01.05.1987, Síða 197
HUNAVAKA
195
•IIÍNAÐARBANKI
ÍSLANDS
GÓÐ LAUSAFJÁRSTAÐA.
Inngangur:
Á árinu 1986 var lausafjárstaða
útibús Búnaðarbankans á
Blönduósi mjög góð, eins og hún
hefur verið nokkur undanfarin ár.
Heildarinnlán jukust um 33,2% á
árinu. Raunveruleg innláns-
aukning varð 11,7%, þ.e. aukning
innlána, að frádregnum vöxtum
og verðbótum. Árið áður var
sambærileg aukning 27,8%. Hafa
ber í huga við samanburð á
breytingum milli ára, að verðlag
hækkaði um 35,6% á árinu 1985
en um 14,7% á árinu 1986, þ.e.
hækkun lánskjaravísitölu frá
janúar til janúar. Innlánsþróun
ársins var góð, þar sem innlán
jukust um 21,5% umfram verð-
breytingu ársins miðað við láns-
kjaravísitölu.
Verður nú greint nánar frá
helstu þáttum í starfsemi útibús-
ins.
Innlán:
Heildarinnlán í lok 24. starfsárs
útibúsins um síðustu áramót,
voru um 403.855 þús., en voru
303.302 þús. í árslok 1985, og
höfðu því aukist um 100.553 þús.,
eða um 33,2%. Árið áður var
aukning innlána 112.553 þús.,
eða 58,7%. Aukningin 1986 var
aðeins undir meðaltals innláns-
aukningu bankans í heild, sem
var 34,3%.
Innlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Veltiinnlán............. 39.887
Óbundin innlán........ 254.373
Bundin innlán.......... 107.554
Gjaldeyris innlán..... 2.041
Bundið fé hjá Seðlabanka Is-
lands og hjá Aðalbankanum nam
í árslok um 110.438 þús. og hafði
aukist um 16.561 þús. á árinu,
eða um 17,6%.
Útlán:
Heildarútlán útibúsins námu
464.616 þús. í árslok, en 359.543
þús. árið áður. Útlánsaukningin á
árinu varð því 105.073 þús., eða
29,2%, en sambærilegar tölur
ársins 1985 voru 74.597 þús. eða
26,2%. Aukning sjálfráðra útlána
varð 93.571 þús., eða 57,6%, þ.e.
aukning útlána að frádregnum
afurðalánum og skuldabréfa-
kaupum af Framkvæmda- og
ríkisábyrgðasjóði.
Útlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Afurðalán............... 199.000
Víxillán................. 42.138
Yfirdráttarlán........... 14.396
Verðbréfalán............ 209.082