Húnavaka - 01.05.1987, Page 199
HUNAVAKA
197
félagsins hafði haft samband við
Garðar Cortes með það fyrir
augum, að íslenska óperan kæmi
á Blönduós með þætti úr óperum,
eða jafnvel heila óperu. Garðar
og hans fólk tóku hugmyndinni
vel og buðust til að koma á
Blönduós með óperuna II
Trovatore og sýna hana í fullri
lengd, ef Tónlistarfélagið tryggði
ákveðna lágmarksgreiðslu og
tókust um það samningar. Á
laugardagskvöldið 20. september
var sýning í Reýkjavik, svo
starfsmenn Óperunnar þurftu að
hafa hraðar hendur til að koma
sýningunni upp fyrir norðan í
tíma. Um nóttina var ekið norð-
ur, og byrjað að vinna við upp-
setninguna snemma á sunnu-
dagsmorgni. Var unnið stíft allan
sunnudaginn og stóð á endum að
allt var tilbúið nokkrum mínút-
um áður en sýningin átti að hefj-
ast. f stærstu sönghlutverkum
voru Ólöf K. Harðardóttir,
Hrönn Hafliðadóttir, Garðar
Cortes, Kristinn Sigmundsson og
Viðar Gunnarsson, en alls tóku
um 50 manns þátt í sýningunni.
Hljómsveitarstjóri var Gerhard
Deckert og stjórnaði hann sýn-
ingunni. Ekki þótti fært að taka
hljómsveitina með, en hlutverk
hennar lék Katherine Williams á
flygil og spilaði alla sýninguna út
í gegn af miklu öryggi. Húsfyllir
var á sýningunni og kom fólk víða
að. Sýningin tókst með ágætum
og voru sýningargestir mjög
hrifnir. Ætlaði lófatakinu aldrei
að linna að sýningu lokinni og var
hljómsveitarstjóra færð blóma-
karfa og hverjum þátttakanda
rós. Eftir sýninguna var þátttak-
endum og starfsfólki sýningar-
innar boðið í hangikjöt, skyr og
rjóma af Sölufélagi A-Hún. Kon-
ur í Tónlistarfélaginu sáu um að
framreiða matinn.
Sigurður H. Pélursson.
KIRKJAN.
Sú breyting varð á embættum
presta í Austur-Húnavatnssýslu á
árinu að sr. Oddur Einarsson á
Skagaströnd lét af störfum 1.
september og var ráðinn sveitar-
stjóri í Ytri-Njarðvik. Jafnframt
var sr. Árni Sigurðsson á
Blönduósi settur til að gegna
Höskuldsstaðaprestakalli frá 1.
september um óákveðinn tima og
sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað
til að gegna Bólstaðarprestakalli
frá sama tíma.
Mun það eigi hafa átt sér stað
fyrr, að einn þjónandi prestur
sæti í Austur-Húnavatnssýslu.
Þann 19. janúar var aðalsafn-
aðarfundur Blönduóssafnaðar
haldinn í Snorrabúð á Blönduósi
og framhaldsaðalfundur þann 9.
febrúar.
Á fundinum voru ný lög um