Húnavaka - 01.05.1987, Side 201
HUNAVAKA
199
um predikaði en sr. Guðni Þór
Ólafsson á Melstað þjónaði fyrir
altari. Sr. Róbert Jack prófastur á
Tjörn setti fundinn og stjórnaði
honum. Aðalmál fundarins voru
nýju safnaðarlögin. Oddur Al-
bertsson starfsmaður Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar ræddi um
hjálparstarfið í Afríku og sýndir lit-
myndir til skýringar máli sínu.
I byrjun október tók Jane Sillar
við starfi organista við Hólanes-
kirkju en hún er áströlsk að upp-
runa og tónlistarkennari á
Skagaströnd. Jafnframt lét Sig-
urður Daníelsson, tónlistarkenn-
ari á Blönduósi af störfum org-
anista við kirkjuna, eftir nær
tveggja ára starf.
Þann 7. nóvember fór fram
sameiginlegt mót fermingar-
barna úr Húnavatnssýslum að
Melstað í Miðfirði.
Þann 18. september lést í
Reykjavík, Sigmar Jónsson full-
trúi, en hann var sóknarnefndar-
maður og meðhjálpari Blöndu-
ósskirkju um nær áratugs skeið.
Útför hans fór fram frá Blöndu-
ósskirkju 27. september við mikið
fjölmenni. Hans var minnst sem
skyldurækins og góðs starfsmanns
kirkjunnar og þökkuð störfin í
þágu safnaðarins.
Þann 30. nóvember, 1. sunnu-
dag í aðventu, var aðventusam-
koma haldin í Hólaneskirkju á
Skagaströnd. Settur sóknarprest-
ur, sr. Árni Sigurðsson, setti sam-
komuna og flutti ávarp. Nýráð-
inn sveitarstjóri á Skagaströnd,
Guðmundur Sigvaldason, flutti
hugvekju. Kirkjukórinn og
barnakór sungu undir stjórn Jane
Sillar, organista kirkjunnar.
Kristján Hjartarson las frum-
samin ljóð. Að lokum flutti settur
sóknarprestur ritningarorð og
bæn. Kirkjan var þéttsetin.
Þann 7. desember, 2. sunnudag
í aðventu, fór fram aðventusam-
koma í Þingeyrakirkju. Sóknar-
prestur flutti ávarp, en ræðu
kvöldsins hélt Haukur Sigurðs-
son, sveitarstjóri á Blönduósi.
Sameinaðir kirkjukórar Þing-
eyra- og Undirfellskirkna sungu,
ásamt barnakór undir stjórn Sig-
rúnar Grímsdóttur, organista.
Líney Árnadóttir, kennari á
Húnavöllum, las upp. Að lokum
flutti sóknarprestur ritningarorð
og bæn.
Um 100 manns úr Þingi og
Vatnsdal sóttu samkomuna.
Þann 9. desember var að-
ventusamkoma haldin í Blöndu-
ósskirkju. Sóknarprestur flutti
ávarp. Kirkjukór Blönduóss-
kirkju og Barnakór Grunnskólans
sungu undir stjórn Sigurðar
Daníelssonar, organista. Haukur
Sigurðsson, sveitarstjóri flutti
ræðu. Elín Sigurðardóttir á
Torfalæk las upp. Að lokum flutti