Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 206
204
HUNAVAKA
mikil vegna vaxandi umfangs í
starfseminni. Hefur sambandið
notið sérstaks velvilja flestra
sveitarstjórna, ýmissa félagasam-
taka, fyrirtækja og fleiri aðila
innan héraðs, sem gert hafa með
styrkveitingum sínum samband-
inu kleift að sinna aðkallandi
verkefnum.
Stefán Hafsteinsson.
EITT MARK VANTAÐI.
Starf Hvatar var mikið á árinu
1986. Hjá félaginu störfuðu fjórir
þjálfarar um lengri eða skemmri
tima. Starfsemi knattspyrnu-
deildar og frjálsíþróttadeildar var
kröftug, en nú virðist sem einhver
lægð sé í sundinu. Meistaraflokk
Hvatar í knattspyrnu vantaði nú
aðeins herslumun, þ.e.a.s. eitt
mark til að komast í þriðju deild,
og hefur aldrei verið nær því, en
það verður að takast í sumar því
annars er hætt við að áhugi fari
minnkandi. Yngri flokkar félags-
ins stóðu sig einnig með prýði og
má fyllyrða að Hvöt eigi eina
sterkustu yngri flokka á Norður-
landi, ef frá eru talin Akureyrar-
félögin tvö Þór og KA.
Frjálsíþróttafólk Hvatar stóð
sig með miklum sóma og vann öll
mót innanhéraðs á vegum
USAH. Unglingamótið vannst í
8. sinn í röð og héraðsmótið í 5.
sinn i röð. Þá fóru tveir félagar úr
Hvöt til Danmerkur, og var
ánægjulegt til þess að vita að fé-
lagið gat styrkt þá dálítið til
þeirrar farar. Félagar úr Hvöt
settu 10 sýslumet á árinu og er
það mjög góður árangur.
Þá var það ánægjulegt fyrir fé-
lagið að Agnar B. Guðmundsson
var valinn í unglingalandslið FRf
sem fór til keppni út til London í
október.
Eins og áður sagði er sund-
íþróttin í lægð um þessar mundir
hjá félaginu, þó setti Berglind
Björnsdóttir þrjú sýslumet á ár-
inu 1986. Stefnt er að því að
reyna til þrautar nú i ár og sjá
hvort ekki megi glæða áhugann
aftur.
Dísilrafstöð var keypt fyrir
skíðalyftuna og gámur fenginn til
að koma henni fyrir í. Er þá búið
að yfirstíga alla erfiðleika varð-
andi skíðalyftu nema snjóleysi, en
vonandi finnst lausn á því máli ef
lyftunni verður komið fyrir
nægjanlega hátt yfir sjávarmáli.
Þá var einnig æfður körfubolti
i yngri flokkum á vegum félags-
ins, og júdódeild var stofnuð á
síðasta aðalfundi, en áhuginn
virðist vera nokkur fyrir þeirri
iþróttagrein nú.
Félagar i Hvöt voru nokkuð
duglegir við fjáröflun fyrir félag-
ið, og stóðu meðal annars fyrir
blómasölu, dansleik, dreifingu
jólapósts, barnaballi, sölu á aug-