Húnavaka - 01.05.1987, Side 209
HUNAVAKA
207
farið á lokadansleik Húnavöku
um kvöldið. Á þessari upptaln-
ingu sést að það er mikið unnið í
Leikfélagi Blönduóss og von okk-
ar er að svo verði áfram.
I stjórn LB eru: Benedikt
Blöndal Lárusson, formaður. Ell-
ert Guðmundsson, varaformaður,
Kristín Halldórsdóttir, gjaldkeri,
Kolbrún Zophoníasdóttir, ritari,
Margrét Skúladóttir, meðstjórn-
andi.
K. Z.
FRA norræna félaginu
A BLÖNDUÓSI.
Starfsemi Norræna félagsins
mótaðist af auknum samskiptum
vinabæja Blönduóss á árinu.
Gagnkvæmar heimsóknir og
aukin kynni áttu sér stað.
Þann 15. mars var fundur
haldinn í Snorrabúð með for-
mönnum Norrænu félaganna á
Norðurlandi vestra, þar sem
vinabæjasamskiptin voru rædd.
Magnús Sigurjónsson, forseti
bæjarstjórnar Sauðárkróks flutti
framsögu um þátt sveitarfélaga í
norrænni samvinnu. Sighvatur
Björgvinsson, framkvæmdastjóri
Norræna félagsins mætti á fund-
inum og ræddi um stofnanir
Norðurlandaráðs og svaraði fyr-
irspurnum fundarmanna.
Þann 2. maí heimsótti Cato
Pedersen, formaður Norræna fé-
lagsins í Moss í Noregi, Blönduós.
Var tilgangur heimsóknarinnar
að undirbúa fyrirhugað æsku-
lýðsmót vinabæjanna er halda
átti á Blönduósi.
Dagana 1.-6. júlí var æsku-
lýðsmót vinabæja Blönduóss
haldið á Blönduósi. Hópur 46
unglinga og forustumanna æsku-
lýðsmála frá Horsens, Moss,
Karlstad og Nokia sóttu mótið.
Hópurinn kom til Blönduóss
síðari hluta dags 1. júlí, þar sem
móttaka fór fram i Félagsheimil-
inu. Formaður Norræna félagsins
á Blönduósi, sr. Árni Sigurðsson,
bauð gesti velkomna. Kristín
Mogensen varaoddviti Blöndu-
ósshrepps, kynnti staðinn.
Fundir fóru fram í Félags-
heimilinu og rædd voru æsku-
lýðs- og íþróttamál. Gestirnir
skoðuðu fyrirtæki á staðnum og
fóru í Þingeyrakirkju.
Farið var fyrir Skaga, komið að
Víðimýri og Glaumbæ, og
byggðasafn Skagfirðinga skoðað.
Staðnæmst var á Sauðárkróki og
saumastofan Vaka skoðuð.
Fararstjóri var Eiríkur Jónsson,
skólastjóri.
Síðasta daginn héldu gestirnir
suður Kjöl til Reykjavikur eftir
velheppnaða dvöl.
Þann 11. desember var kveikt á
jólatrénu frá vinabænum Moss í
Noregi. Að venju afhenti for-
maður Norræna félagsins á
Blönduósi tréð fyrir hönd gef-