Húnavaka - 01.05.1987, Page 210
208
HUNAVAKA
enda. Varaoddviti Blönduóss-
hrepps Kristín Mogensen veitti
trénu móttöku fyrir hönd bæjar-
búa og flutti þakkir.
Fjölmennur kór barna úr
Grunnskólanum söng jólalög
undir stjórn Sigurðar Daníels-
sonar, tónlistarkennara. Bæjar-
búar fjölmenntu við athöfnina,
sem er orðinn árlegur viðburður í
bæjarlífinu.
A. S.
I'RA TAFl.FÉLAGI BLÖNDUÓSS
OG skAknefnd usah.
Æfingar:
Æfingar urðu alls 14 s.l. vetur.
Var teflt á miðvikudagskvöldum
í setustofu gamla kaupfélags-
hússins. Tefldar voru til skiptis 5,
10 og 15 mín. skákir. Eftir ára-
mótin var ákveðið að verðlauna
þann skákmann sem bestum ár-
angri næði á æfingum og hefði
teflt á 60% æfinganna. Bestum
árangri náði Sigurður Pétursson,
hafði 82,8% vinningshlutfall. Þá
kom Baldur Þórarinsson með
74,1% vinningshlutfall og þriðji
varð Eggert Levy með 73,3%
vinningshlutfall.
Mót:
A. Meistaramót T.B.
Meistarmót félagsins 1986 var
haldið dagana 27. og 28. desem-
ber og var teflt á Hótel Blönduós.
Tefldar voru 6 umferhir i flokki
fullorðinna, en 7 í unglingaflokki.
Umhugsunartími í eldri flokki
var 2x1 klst. Þátttakendur voru
alls 15. Úrslit urðu sem hér segir:
I flokki fullorðinna.
1. Sigurður Danielsson .... 6 v.
2. Þorleifur Ingvarsson .... 4 v.
3. Jón Hannesson........... 4 v.
I unglingaflokki.
1. Einar Kolbeinsson . . . 6,5 v.
2. Ingvar Björnsson..... 5 v.
3. Sigurður Gunnarsson . 4 v.
4. Þórarinn Ólafsson. ... 4 v.
B. Hraðskákmót 1986.
Hraðskákmót félagsins var haldið
að Húnavöllum 29. mars 1986.
Tefldar voru 7 umferðir eftir
Monradkerfi. Hraðskákmeistari
varð Jóhann Guðmundsson eftir
að hafa sigrað Sigurð Pétursson i
úrslitaviðureign 1,5-0,5.
C. Minningarmót Jónasar og Ara.
Minningarmótið er haldið á veg-
um skáknefndar USAH, en að
þessu sinni sá T.B. um alla fram-
kvæmd. Mótið í ár var það 9. i
röðinni. Að þessu sinni var teflt á
Hótel Blönduós dagana 22. og 23.
mars 1986. Teflt var í 2 flokkum,
flokki fullorðinna og unglinga-
flokki. I eldri flokki voru tefldar 6
umferðir eftir Monradkerfi og
umhugsunartimi 2x1 klst. 1 ungl-
ingaflokki voru tefldar 9 umferðir
og umhugsunartími 2x30 min.