Húnavaka - 01.05.1987, Page 211
HUNAVAKA
209
Ekki kom til mótsins nema einn
aðkomumaður og hamlaði veður
og færð því að Akureyringar
mættu til leiks. Ljós punktur var
hins vegar mjög góð þátttaka
heimamanna. f eldri flokki voru
keppendur 12, en 14 í þeim yngri.
Að mótslokum bauð sýslusjóður
keppendum til kaffisamsætis og
þar afhenti Stefán Hafsteinsson
formaður USAH sigurlaunin.
Helstu úrslit urðu sem hér segir:
f flokki fullorðinna.
1.-2. Jón Hannesson .... 5 v.
1.-2. Jón Arnljótsson. ... 5 v.
3. Sigurður Daníelsson 3,5 v.
f unglingaflokki.
1.-2. Sigurður Gunnarsson 7 v.
1.-2. Reynir Grétarsson ... 7 v.
3. Rafn Rafnsson.......... 7 v.
D. Sveitakeppni á Sauöárkróki.
Nú s.l. tvö ár hefur verið haldin á
Sauðárkróki sveitakeppni milli
skáksveita á Norðurlandi. Hefur
T.B. verið með í bæði skiptin.
Keppni þessi hefur fyrst og fremst
verið hugsuð sem æfing fyrir
deildarkeppnina.
Að þessu sinni mættu 8 sveitir
til keppni. Sigurvegarar urðu
unglingasveit Skákfélags Akur-
eyrar með 29,5 v. T.B. varð í 6.
sæti með 19 v.
E. Deildarkeppnin.
S.l. haust var ákveðið að skák-
menn héðan úr sýslunni tækju
þátt í deildarkeppninni. Ákveðið
var að tefla undir nafni USAH og
hefur því verið haldið síðan. f
keppninni 1985-86 tefldi sveit
USAH í a riðli 3. deildar.
Alls hlaut sveitin 18,5 vinninga
og lenti i efsta sæti riðilsins hálf-
um vinningi á undan Vestmanna-
eyingum. Sveitin tefldi því til úr-
slita við sigurvegarana úr b riðli,
B sveit Skákfélags Hafnarfjarðar
og tapaði 2,5-3,5 og varð því í 2.
sæti í 3. deildinni af 12 sveitum.
Fyrir sveitina tefldu:
Jón Torfason, Jón Hannesson,
Eggert Levy, Þorleifur Ingvars-
son, Baldur Daníelsson, Þorfinn-
ur Björnsson, Björn Björnsson og
Bjarni Daníelsson.
í keppninni 1986-87 teflir
sveitin í 2. deild. Keflvíkingar til-
kynntu ekki þátttöku fyrir tilskil-
inn tima svo að sveit USAH var
boðið að taka sæti þeirra, þar sem
sveitin hafði hafnað í 2. sæti 3.
deildar árið áður. Sú sveit sem fór
til keppni héðan að norðan sýndi
og sannaði tilverurétt hún-
vetnskra skákmanna í 2. deild og
gott betur.
Staða 6 efstu i deildinni er nú
þessi:
1. Taflfélag Kópavogs
A sveit............. 16,5 v.
2. USAH................ 14 v.
14