Húnavaka - 01.05.1987, Page 212
210
HUNAVAKA
3. Taflfélag Reykjavíkur
D sveit............... 13,5 v.
4. Taflfélag Reykjavíkur
C sveit............... 12,5 v.
5. UMSE A sveit. ll,5v.
6. Skákfélag Sauðárkróks 10,5 v.
Baldur Daníelsson.
FRÁ SKÓGRÆKTARFÉLAGI
AUSTUR-HÚNVETNINGA.
A árinu 1986 viðraði í meðallagi
til skógræktar í héraðinu. 1 skóg-
ræktargirðinguna að Gunnfríð-
arstöðum voru gróðursettar alls
9340 trjáplöntur. Þar af voru
6500 svokallaðar bakkaplöntur,
þ.e. stafafurur og blágreni. Úr
uppeldisreit á Gunnfríðarstöðum
var plantað út 340 plöntum af
Alaskaösp og Alaskavíði.
Auk þess voru gróðursettar
2500 stafafurur, svonefndar
skógarplöntur.
Unnið var að umhirðu, svo sem
klippingu og áburðargjöf.
Reistir voru tveir vinnuskúrar,
innan girðingar, er fengnir voru
frá Landsvirkjun.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn í Félagsheimilinu á Blönduósi
þann 5. maí. Á fundinum flutti
Þorbergur Hjalti Jónsson, skóg-
arvörður að Hólum í Hjaltadal
erindi um skógrækt, og svaraði
fyrirspurnum fundarmanna.
Einnig kynnti hann nýjung í
skógræktarstarfi, hina svokölluðu
plasthólka, er notaðir eru við
plöntuuppeldi og miklar vonir
eru bundnar við.
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga Haraldur Jónsson og sr.
Árni Sigurðsson, en þeir voru
báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn
eru Þormóður Pétursson, Hanna
Jónsdóttir og Guðmundur Guð-
brandsson.
Á. S.
GARÐYRKJUDEILDIN
RÆTUR OG MURA.
f páskaviku kom Hólmfríður
Sigurðardóttir og sýndi myndir á
félagsfundi og ræddi um harð-
gerðar garðplöntur og fleira.
Um miðjan júni var haldinn
„Blómabasar“, þar sem félagar
komu með plöntur og höfðu
skipti. Einnig voru plöntur til
sölu.
Farin var ferð til Akureyrar á
opinn dag í Lystigarðinum og
Kjarni skoðaður í leiðinni með
góðri leiðsögn heimamanna.
Aðalsteinn Símonarson frá
Laufskálum í Stafholtstungum
var á ferð og leit á garða hjá all-
mörgum félögum deildarinnar og
gaf ýmis ráð þar um.
V. Á.