Húnavaka - 01.05.1987, Page 214
212
HÚNAVAKA
uppboð voru 17, en seldar 2 fast-
eignir. Uppboðsbeiðnir vegna
lausafjár voru 68, en 3 sölur.
Fjárnám og lögtök voru 262.
Aukadómþingsmál 130 og saka-
dómsmál 60. Hjónaskilnaðarmál
13 og sifjaréttarmál 8, en það eru
mál sem snerta fólk, sem býr
saman, en er ekki gift. Engin
hjónavigsla fór fram á árinu.
J.í.
KINDUR FARAST.
Rúmlega fimmtíu kindur, aðal-
lega gemlingar, drápust á Þing-
eyrum þegar vatn rann þar inn í
fjárhús í hláku siðast í janúar.
Fjárhúsin á Þingeyrum standa
þannig að þar er mikil hætta á
innrennsli og hafa bændur þar
oft þurft að standa í ströngu í
hlákum. Þeir Gunnlaugur og
Flosi, sem undanfarin 7 ár hafa
búið á Þingeyrum könnuðu að-
stæður um miðnætti og var þá
allt í lagi, en þegar þeir komu
aftur kl. 4 um nóttina voru hús
orðin full af vatni og afleiðing-
arnar sem fyrr er lýst. Þótti
mönnum með ólíkindum hve
mikið vatn kom á svo skömmum
tíma í ekki meiri hláku en var
umrædda nótt.
M. Ó.
ENGINN BÚSTOFN
Á ÞINGEYRUM.
Búskap var hætt á Þingeyrum á
árinu. Eigandi sagði tveimur
bændum, sem þar hafa búið í 7
ár, upp leigusamningi og fóru
þeir frá Þingeyrum í októberlok.
Ótrúleg saga hefði það þótt fyrir
fáum árum að búskapur væri
ekki stundaður á Þingeyrum.
Sama er einnig hægt að segja um
jarðir eins og Undirfell, Gríms-
tungu, Hjaltabakka og Hafnir
svo fáein höfuðból séu talin.
M. Ó.
FRA trefjaplasti h.f.
Arið var Trefjaplasti h.f. tiltölu-
lega gott. Aðallega voru fram-
leidd laxeldiskör af ýmsum
stærðum, allt upp í 2 m djúp og
7,5 m í þvermál. Þá voru fram-
leiddir nokkrir hraðfiskibátar,
þ.á.m. tveir, sem voru fullunnir
hér á Blönduósi, þ.e. þeir voru
afhentir sjóklárir og þeim siglt
héðan til heimahafna, sem voru
Flateyri og Grindavik.
Er nú svo komið að fyrirtækið
er búið að sprengja utan af sér og
verður að taka nýjan vinnslusal í
notkun.
Nýung var það, að búið var til
þak á vatnsgeymi, sem Vatns-
veita Blönduóss byggði á Breiða-
vaðsnúpi. Þakið er um 230 m2 og
er sett saman úr 8 sjálfberandi
einingum.
J.l.