Húnavaka - 01.05.1987, Qupperneq 218
216
HÚNAVAKA
Starfsemi pakkhúss Kaupfé-
lagsins var skipulögð með tilliti
til hagkvæmari verkaskiptingar
starfsmanna þess og Vilko verk-
smiðjan var flutt frá Reykjavík og
tók til starfa í húsakynnum
Kaupfélagsins í Iðngörðum.
Þá voru vélar og tæki þau er
keypt voru af Vélsmiðjunni Vísi
flutt í húsakynni Vélsmiðju
Húnvetninga, sem jók þjónustu
sína og nýsmíði, þar af leiðandi,
einkum við báta og skip.
Keyptur var nýr vöruflutn-
ingabíll og einnig nýr sendiferða-
bíll.
Á árshátíð samvinnufélaganna
í Austur-Húnavatnssýslu, þann
15. mars, var þeim Grétari
Sveinbergssyni og Svavari Sig-
urðssyni bifreiðastjórum hjá
Kaupfélagi Húnvetninga veitt
silfurmerki samvinnufélaganna
fyrir 25 ára samfellt starf, sem
þeir hófu árið 1961, báðir við
stjórnun mjólkurflutningabif-
reiða.
Stjórn Kaupfélags Húnvetn-
inga skipa nú: Björn Magnússon,
Hólabaki formaður, Eðvarð
Hallgrímsson, Skagaströnd, Guð-
mundur Theodórsson, Blöndu-
ósi, Jóhann Guðmundsson, Holti
í Svínadal og Katrín Grímsdóttir,
Steiná III.
Kom Katrín inn í stjórnina á
aðalfundi í stað Péturs Haf-
steinssonar í Hólabæ er endað
hafði leyfilegan kjörtíma. Er
Katrín fyrsta konan sem situr í
stjórn Kaupfélags Húnvetninga.
Fulltrúi starfsfólks í stjórninni er
Pétur Arnar Pétursson deildar-
stjóri matvörudeildar KH.
FRÁ SÖLUFÉLAGI
AUSTUR-
HÚNVETNINGA.
Slátrun sauðfjár hófst 18. sept-
ember og lauk 22. október. Er það
sama tímabil og haustið 1985, en
heildarslátrun þó 2.931 kind
meiri.
Alls var slátrað 46.225 dilkum,
sem er 4,05% meira en haustið
1985 og 5.055 fullorðnum kind-
um, sem er 20,97% aukning frá
árinu áður. Gætir þarna opinbers
samdráttar í sauðfjáreign bænda.
Meðalþungi dilka var 14,10 kg
á móti 14,32 kg haustið 1985 eða
0,22% lækkun milli áranna. Hér
um bil 82,5% dilkakjötsins fór í
DI, 0,6% í stjörnuflokk og 5,6% í
DIIO.
Meðalþungi fullorðins fjár var
21,84 kg á móti 21,48 kg haustið
1985.
Þyngsta dilkinn sem inn var
lagður haustið 1986 átti Þorvald-
ur G. Jónsson, bóndi Guðrúnar-
stöðum, 26,7 kg.
Eftirtaldir 13 fjáreigendur
lögðu inn yfir 500 dilka: