Húnavaka - 01.05.1987, Page 220
218
HUNAVAKA
Fulltrúi starfsmannafélagsins
er Ragnar Ingi Tómasson.
Ásgerður Pálsdóttir er fyrsta
konan sem kosin hefir verið í
stjórn SAH og um leið fyrsta
konan sem situr í stjórnum sam-
vinnufélaganna í Austur-Húna-
vatnssýslu.
Mjólkursamlagið.
Á árinu 1986 var lagður inn
4.211.101 lítri mjólkur á móti
4.236.136 lítrum árið 1985. Nem-
ur samdráttur milli áranna
25.035 lítrum eða tæplega 0,6%.
Innleggjendum fækkaði á árinu
úr 80 í 72.
Eftirtaldir bændur á samlags-
svæðinu lögðu inn yfir 90 þúsund
lítra:
Lítrar
Páll Þórðarson,
Sauðanesi........... 127.973
Holti Líndal,
Holtastöðum........ 125.807
Björn Magnússon,
Hólabaki............ 111.354
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli......... 104.568
Jóhannes Torfason,
Torfalæk............. 99.269
Valgarður Hilmarsson,
Fremstagili.......... 97.298
Bjarni Sigurðsson,
Eyvindarstöðum . . . 93.394
Jóhann Bjarnason,
Auðólfsstöðum...... 93.342
Þessir innleggjendur hafa því
lagt inn 853.005 lítra eða rúmlega
20% af heildarinnleggi mjólkur.
Starfsmenn MH eru 12 að bíl-
stjórum meðtöldum og nema
heildarlaunagreiðslur rúmlega
7.7 milljónum króna.
HÓTEL BLÖNDUÓS.
Hótel Blönduós er eign sam-
nefnds hlutafélags þar sem Sölu-
félag Austur-Húnvetninga á 55%
hlutafjár og er stjórnarformaður
SAH einnig formaður í stjórn
Hótel Blönduós hf.
SAH rak hótelið til september-
loka árið 1985 en frá 1. október,
það ár, hefur hótelið verið rekið af
eignarfélaginu sjálfu. Árni S. Jó-
hannsson kaupfélagsstjóri er
framkvæmdastjóri hótelsins, en
hótelstjóri er Bessi Þorsteinsson.
Við hótelið starfa 7-12 manns
eftir árstíðum og var brúttó velta
rekstursins árið 1986 um 18,4
milljónir króna, en launagreiðsl-
ur um 4,8 milljónir.
Fullyrða má að starfsemi
hótelsins fer verulega vaxandi og
mikið er þar um fundi, ráðstefnur
og ýmis konar mót.
Ferðamálafélag Húnvetninga
gerði á síðasta sumri verulegt
átak til þess að kynna héraðið
og það sem það hefur upp á að
bjóða í ferðaþjónustu og kom
X