Húnavaka - 01.05.1987, Page 223
HÚNAVAKA
221
FRÁ LÖGREGLUNNI.
Skráð óhöpp i umferðinni voru
91 á árinu, þar af 7 með meiðsl-
um, en þar var þó yfirleitt um
minniháttar meiðsli að ræða.
Þegar slík óhöpp verða, virðist
ástæða þess i flestum tilfellum
vera sú, að ökumenn hagi ekki
akstri eftir aðstæðum, eða að þeir
meti skilyrði til aksturs ekki rétt.
Fyrir meinta ölvun við akstur
voru 21 ökumaður kærður, og er
það mjög svipuð tala og var á
síðasta ári. Gistingar i fanga-
geymslu urðu 26, flestar vegna
ölvunar eða brota sem framin
voru af ölvuðu fólki. Útköllum
vegna ölvunar í heimahúsum hefur
fækkað mjög mikið á undanförn-
um árum, og það svo að nú teljast
þau til hreinna undantekninga.
Sextán mál féllu undir mála-
flokkinn rúðubrot, innbrot og
þjófnaðir og var ekki í neinu
þeirra tilfella um að ræða stór-
þjófnaði.
Nokkuð var um kærur vegna
meintra brota veiðimanna í lax-
veiðiám í sýslunni og ein kæra
vegna þess að net hafði verið lagt
í ós einnar árinnar.
Það er orðin regla að vaktir séu
fram á nætur á föstudags- og
laugardagskvöldum, bæði á
Blönduósi og Hvammstanga.
Ástæða þessa er, að bæði Hótel
Blönduós og Vertshúsið á
Hvammstanga hafa nú fengið
leyfi til vínveitinga og er talið að
eftirlit verði að vera vegna þess.
Þó verður að segja, að undarlega
lítið hefur þurft að hafa afskipti
af fólki sem hefur sótt þessa staði
og er ekki óliklegt að tilkoma
þeirra hafi fækkað útköllum i
heimahús.
Að lokum vil ég nota tækifærið
til að minna ökumenn á að virða
stöðvunarskyldu á gatnamótum
Hnjúkabyggðar og Norðurlands-
vegar.
Frímann.
FRÁ
BLÖNDUÓSSHREPPI.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu íslands fækkaði íbúum
á Blönduósi árið 1986 um 51.
Mjög mikið hefur verið spurt eftir
húsnæði seinni hluta ársins, enda
ýmis teikn á lofti um að á næst-
unni muni fjölga hér á ný.
Ákveðið hafði verið fyrir
nokkru að fjölga fulltrúum í
hreppsnefnd Blönduóss úr 5 í 7 og
stofna hreppsráð þar sem 3
hreppsnefndarmenn ættu sæti.
Gatnagerð.
Skipt var um jarðveg i neðri hluta
Ennisbrautar. Bundið slitlag var
lagt á Hnjúkabyggð og Ólafs-
byggð, hluta af Norðurlandsvegi,
frá Húnabraut og upp á móts við