Húnavaka - 01.05.1987, Page 226
224
HUNAVAKA
unnar til nota fyrir félagsaðstöðu
unglinga. Búið er að kaupa
hljómflutningstæki fyrir þessa
starfsemi og undirbúa breytingar
á húsnæðinu, en húsaleigusamn-
ingurinn gengur í gildi um ára-
mótin og er til miðs árs 1992.
Vonast er til að starfsemin geti
hafist að einhverju leyti fljótlega
eftir áramót.
Félagsstarf aldraðra fer fram í
Hnitbjörgum tvisvar í viku. Þar
er föndrað, spilað, haldin ýmiss
konar námskeið o.fl. Félagasam-
tök hafa staðið fyrir opnu húsi
einu sinni í mánuði yfir vetrar-
mánuðina. Þá var farin hópferð
til fsafjarðar i sumar. Tekið var á
móti hópum eldri borgara frá
Akureyri og Sauðárkróki.
Dagana 1. til 6. júlí s.l. dvöldu
hér 46 gestir frá vinabæjum
Blönduóss á Norðurlöndum.
Dagskrá þessa vinabæjamóts var
tvíþætt, annars vegar umræður
um íþróttir og æskulýðsmál, og
hins vegar landkynning í formi
skoðunarferða. Þótti mót þetta
takast vel og voru gestir okkar
mjög ánægðir með dvölina hér á
landi.
Þrjú gömul hús voru rifin eða
brennd í haust samkvæmt áætl-
un, en þau voru Einarsnes og
Tunga innan við á, en hesthús
Péturs Þorlákssonar utan við á.
Haukur Sigurðsson.
FLUGSKÝLI OG
ISLANDSMÓT.
Á árinu luku 8 menn einkaflug-
mannsprófi í Húnavatnssýslu.
Aður höfðu þeir setið bóklegt
námskeið, sem haldið var á
Blönduósi í febrúar og lokið til-
skyldu verklegu námi undir leið-
sögn kennara.
1 maí hófst bygging flugskýlis
við Blönduóssflugvöll, og var
skýlið fokhelt í haust. Þar hafa í
vetur verið geymdar þær tvær
flugvélar, sem nú eru í eigu Hún-
vetninga, en eigendur þeirra
byggðu skýlið. Það er boga-
skemma 13 x 25 metrar að stærð
og rúmar 4-6 litlar einkaflugvél-
ar.
fslandsmótið í vélflugi var
haldið á Blönduósi í júli. Þegar
flest var, voru 17 flugvélar á vell-
inum í tengslum við það mót. Það
voru hins vegar 11 keppendur,
sem tóku þátt í mótinu á jafn-
mörgum flugvélum. Meðal
keppenda voru tveir Húnvetn-
ingar og varð annar þeirra, Jónas
Sigurgeirsson, í fjórða sæti í
keppninni, sem verður að teljast
mjög gott miðað við að það er
ekki nema rúmt ár síðan flug-
kennsla hófst á Blönduósi, en
þarna kepptu þrautþjálfaðir
flugmenn, sem sumir hafa oft
tekið þátt í svona keppni.
Félagar í Flugklúbbnum
Haukum í A-Hún. undirbjuggu