Húnavaka - 01.05.1987, Page 230
228
HUNAVAKA
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Árið 1986 var keypt 531 bók, þar
af töluvert af eldri bókum á
bókamarkaði, en að auki gáfu
einstaklingar samtals 73 bækur.
Bókaeignin óx því meira en gerst
hefur milli ára eða um 604 bæk-
ur. Safninu berast þess utan að
jafnaði milli 20 og 30 tímarit.
Safngestir voru 4.077 (4.124).
Heildarútlán voru 14.332
(14.510) bindi.
Skipting útlána var þessi:
Barnabækur...... 5.095 (5.292)
Skáldrit........ 6.190 (6.045)
Flokkabækur .... 2.801 (2.950)
Tímarit........... 120 ( 87)
Hljóðbækur...... 126 ( 136)
Vinnu við talningu, flokkun og
skráningu bóka úr Lestrarfélagi
Áshrepps miðaði vel á árinu og
mun ljúka á þessu ári. Alls komu
þaðan 1.320 bindi, í nokkuð mis-
jöfnu ástandi sem eðlilegt er.
Jafnframt er vinna við flokkun
og skráningu bókasafns Jónasar
Tryggvasonar og Þorbjargar
Bergþórsdóttur langt komin. í
safni þeirra reyndist 1.101 bók
auk fjölda tímarita.
Starfsemin var með líku sniði
og verið hefur, nema hvað tilraun
var gerð til kynningar á nýjum
bókum í desember. Tveir hún-
vetnskir höfundar lásu úr eigin
verkum. Birgitta H. Halldórs-
dóttir las úr nýrri bók sinni og
Guðmundur Halldórsson frá
Bergsstöðum las úr handriti að
væntanlegri bók. Auk þeirra lásu
félagar úr Leikfélagi Blönduóss
og nemendur úr Grunnskólanum
úr nýjum bókum.
Eins og að framan er getið
bárust safninu margar bækur að
gjöf. Meðal þeirra sem færðu
safninu bækur var Guðlaugur
Guðmundsson rithöfundur frá
Sunnuhlíð í Vatnsdal. Hann kom
hingað norður sl. sumar, ásamt
konu sinni, og færði safninu 2
eintök af hverri bóka sinna, alls 8
bækur með gjafabréfi, en þar
segir, að bækurnar séu gefnar í
minningu foreldra Guðlaugs,
hjónanna Guðrúnar Guðbrands-
dóttur og Guðmundar Magnús-
sonar.
Aðrir sem færðu safninu bækur
og tímarit voru: Ásta Magnús-
dóttir, Helga Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Sigfúsdóttir, Jóhann
Jónsson, Pálmi Guðnason, Rósa
Sigursteinsdóttir, Sigurður Þor-
bjarnarson og Sturla Bragason.
Asta Rögnvaldsdóttir.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Segja má að árið marki tímamót i
starfsemi safnsins. Kemur þar
tvennt til. I fyrsta lagi var ráðinn
maður í hálft starf til þess að
vinna úr efnivið safnsins og ann-
ast útgáfu á vegum þess. Er það