Húnavaka - 01.05.1987, Síða 231
HÚNAVAKA
229
Pétur Sigurðsson frá Skeggsstöð-
um. Ekki þarf að kynna hann
frekar, en stjórn safnsins væntir
mikils af samstarfi við hann.
Þá var Föðurtún gefið út ljós-
prentað í samvinnu við Föður-
túnasjóð. Rætt hefir verið um að
ljósprenta fleiri bækur, t.d. þær
sem komu út á vegum Sögufé-
lagsins á sínum tíma og eru nú
ófáanlegar.
Eins og áður barst safninu
margt góðra handrita og skjala.
Ber þar hæst fundargerðabækur
og handskrifuð ,,blöð“ UMF
Vorboðans í Engihlíðarhreppi og
bréf, skjöl og myndir sem Pétur
Sigurðsson kom með.
Rétt er að minna á 14. gr. laga
um Þjóðskjalasafn fslands nr.
66/85, en þau taka einnig til hér-
aðsskjalasafna: „Þar sem héraðs-
skjalasöfn starfa, skulu renna til
þeirra skjöl sýslunefnda, bæjar-
stjórna, hreppsnefnda og hrepp-
stjóra á safnasvæðinu. Þangað
skulu einnig renna embættisskjöl
allra stofnana á vegum þessara
aðila, skjöl félaga og samtaka sem
njóta verulegs styrks af opinberu
fé og starfa eingöngu innan um-
dæmis héraðsskjalasafnsins.
Um afhendingu skjala til hér-
aðsskjalasafnsins gilda sömu
reglur og um afhendingu til
Þjóðskjalasafnsins.
Nánari ákvæði um héraðs-
skjalasöfn, þ.á.m. hverjir séu af-
hendingarskyldir til þeirra skal
setja í reglugerð.“
Því miður eru skjala-, mynda-
og bókabrennur enn stundaðar.
Þá brennir fólk, sem ekki veit
hvað það er með undir höndum,
ef til vill ómetanlegum fjársjóð-
um. Það er rétt að minnast þess
að enginn veit sina ævina fyrr en
öll er og kallið kemur oft fyrir-
varalaust. Við vitum heldur ekki
fyrir víst hverjir fara höndum um
eigur okkar þegar við erum öll.
Það getur verið fólk, sem ekki veit
um gildi þess sem varðveita á.
Þess vegna beini ég því til allra,
bæði þeirra, sem enn eru ungir og
einnig aldraðra, að gá í fórur sín-
ar, hvort ekki sé eitthvað, sem
gott er að varðveita, þeim til
vitneskju sem á eftir okkur koma.
Ef mönnum finnst það of per-
sónulegt má innsigla bögglana og
opna þá t.d. að 50 árum liðnum.
Við eigum eitt af bestu héraðs-
skjala-, mynda- og ættfræðibóka-
söfnum landsins. Ég vil hvetja
sem flesta að koma og sjá safnið.
Það er opið mánudaga, þriðju-
daga og miðvikudaga frá kl. 2-6.
Og svo er hægt að koma á öðrum
tímum eftir samkomulagi við
skjalavörð.
Safnið hefur nú fengið síma og
er númerið 4526.
Eftirgreindir aðilar afhentu Héraðs-
skjalasafninu á árinu 1986 skjöl, myndir,
handrit bækur eða aðra muni.