Húnavaka - 01.05.1987, Page 233
HUNAVAKA
231
greiðslu á helstu þéttbýlisstöðum
kjördæmisins.
Þegar hefur verið opnuð af-
greiðsla í Vestur-Húnavatns-
sýslu, og mælist það vel fyrir
meðal íbúa þar.
Alþýðubankinn er yngstur
banka í landinu, eigendur hans
eru félög launafólks og einstakl-
ingar um land allt.
Alþýðubankinn hefur verið í
mjög örum vexti frá upphafi og
hefur reynst eigendum sínum ör-
ugg fjárfesting. Tilgangur bank-
ans er m.a. að vera fjárhagslegur
bakhjarl launafólks í landinu, og
treysta atvinnuöryggi þess.
Utibúið á Blönduósi hefur ver-
ið í mjög öruggum og stöðugum
vexti frá upphafi og er það von
okkar að svo verði um ókomna
framtíð.
Örn Björnsson.
BYGGÐAHVERFI
Á REYKJUM.
Árið 1984 tók Torfalækjarhrepp-
ur land á leigu úr landi Reykja
undir hugsanlegan byggða-
kjarna. Þetta landsvæði, sem er
um 10 ha að stærð fékk nafnið
Steinholt. Búið er að skipuleggja
þetta land, sem skiptist í lóðir
fyrir íbúðir, iðnaðarhús og svæði
fyrir ýmsa starfsemi eins og versl-
anir, leikvelli og fleira.
Búið er að byggja eitt íbúðar-
hús, sem flutt er í og einn sumar-
bústaður er kominn á svæðið.
Fyrirhugað er að leggja fyrstu
götuna í sumar.
Torfi Jónsson.
LOMBER A
BLÖNDUÓSI.
Lomberklúbbur Blönduóss og
nærsveita var stofnaður í janúar
1986 og er talinn fyrsti klúbbur-
inn á landinu. Lomber var áður
spilaður fram um sveitir, þó
aðallega í Vatnsdalnum. Eitt af
markmiðum klúbbsins er að út-
breiða spilið með öllum tiltækum
ráðum. Þrjátíu og tveir félagar
greiddu 200 krónur hver í árgjald
og voru peningarnir notaðir til
kaupa á spilum og spilapening-
um.
Klúbbfélagar hittast annað
hvert fimmtudagskvöld á Hótel
Blönduós og spila. Notuð eru
hefðbundin spil, en allar áttur,
níur og tíur teknar úr spilastokk-
unum. Fjórir sitja við hvert borð,
en einungis þrír spila i einu. Sá
fjórði gefur hverjum spilamanni
níu spil og er gefið rangsælis.
Um tuttugu félagar hafa mætt
hverju sinni, flestir karlmenn.
Lomberklúbburinn hefur þriggja
manna stjórn og hana skipa:
Sturla Þórðarson, Jakob Jónsson
og Ágúst Sigurðsson.
Páll Ingþór.