Húnavaka - 01.05.1989, Page 33
HUNAVAKA
31
sveitarenda, en aldrei kom það að sök og tók hún þó á móti mörgum
börnum um dagana, meðal annars þeim sem þetta ritar.
Guðmundur Meldal var glæsimenni í sjón, karlmenni að burðum
og skemmtilegur í viðræðu og hændust að honum börn og unglingar
hvar sem hann var. Hafa Eldjárnsstaðasystkin sagt mér að þegar
þaðan þurfti að senda að Þröm einhverra erinda, þá hafi þau jafnan
verið fleiri fús til farar en þörf var á að senda. Þetta sýnir betur en flest
annað hvernig viðmót og viðtökur hafa verið á heimili þeirra Þram-
arhjóna.
Þess verður að geta, sem raunar eru tildrög frásagnar þeirrar sem
hér fer á eftir, að á búskaparárum Guðmundar á Þröm var jörðin
framan afréttargirðingar og er það raunar enn að töluverðum hluta og
hefur sá hluti hennar nú verið lagður undir Auðkúluheiði. Má því ljóst
vera hverjir örðugleikar hafa verið á gæslu fjár þarna eftir göngur á
haustum ef tíðarfar var gott, þar sem ekkert aðhald var við að styðjast.
Ef ærnar voru ekki í strangri gæslu áttu þær greiða leið til afréttar og
notfærðu sér það. En Auðkúluheiði er erfið til leitar einyrkja bónda í
bláasta skammdegi og má raunar furðu gegna hvað þessar leitir
blessuðust oftast áfallalítið þó vissulega hafi þar út af borið.
Haustið 1934 var tíðarfar heldur stirt og úrfellasamt. Um aðalréttir
þetta haust gerði slíkt illviðri að eldri menn í þessu héraði telja fullvíst
að það sé versta réttaveður, sem komið hafi hér um slóðir á þessari öld,
enda olli það manntjóni hér í héraði eins og kunnugt er. Aftur á móti
batnaði mjög tíðarfar þegar lengra leið á haustið og úr því mátti kalla
veðurfar ágætt allt til jóla, jörð klakalaus og unnu menn í Blöndudal
og víðar að framræslu og öðrum jarðabótum í þessum góðviðriskafla.
Allvíða um Húnavatnsþing munu ær hafa verið látnar ganga sjálf-
ala fram undir jól, þar sem tíð var svo ágæt í nóvember og desember og
sóttu þær þá mjög til fjalla og afrétta, þar sem þær áttu þess kost.
Þegar líða tók að jólum fór Guðmundur á Þröm að huga að því að
smala saman fé sínu. Hann tók tvo hesta á hús og járnaði og fór síðan
að leita um Þramarland og norðurhluta Auðkúluheiðar. Mun hann á
nokkrum dögum hafa leitað allt fram að Sandá, vestur um Kolkuhól
og Mjóavatn og norður að afréttargirðingu. Að lokinni leit um fyrr-
nefnt svæði mun hann hafa vantað nokkuð á annan tug af ám og þótti
að vonum ekki gott, enda gekk í norðanátt um jólin með snjógangi og
dimmviðri og setti niður nokkurn snjó en þó ekki svo að ófærð gæti
kallast. Þegar aftur birti upp og gerði hreinviðri fékk hann sér til