Húnavaka - 01.05.1989, Síða 34
32
HÚNAVAKA
fulltingis tvo menn til að leggja enn á heiðina að freista þess að finna
fleira af fé sínu. •
Þeir menn sem með honum fóru í leit þessa voru, Hallgrímur
Sigurvaldason Eldjárnsstöðum, þá 17 ára unglingur, nú bóndi á
Eiðsstöðum, og Bjarni Halldórsson, þá bóndi á Eiðsstöðum, en síðar
bjó hann bæði í Sléttárdal og á Hamri og síðast á Blönduósi. Bjarni
kvæntist Kristbjörgu systur Róselíu á Þröm. Bjarni var á yngri árum
afar léttur maður til gangs og þaulkunnugur á Auðkúluheiði.
Að kvöldi hins 29. desember 1934 komu þeir báðir að Þröm, Bjarni
og Hallgrímur, og var ákveðið að leggja á heiðina morgunjnn eftir.
Nesti sitt og annan farangur höfðu þeir allan á einum trússahesti, en
auk þess hafði Guðmundur með sér hnakkhest til vonar og vara.
Snemma að morgni 30. desember var lagt af stað og fóru þeir vestur
um Mjóavatn og Melbrigðu allt að Vatnsdalsá, síðan suður með á, yfir
Fellakvísl og á Réttarhól. Þar fundu þeir 7 ær og voru 6 þeirra frá
Þröm en ein frá Eldjárnsstöðum. Þeir Guðmundur og Hallgrímur
tóku kindur þessar og ráku þær upp með Fellakvísl og á Kolkuhól, en
Bjarni fór lengra fram með Miðkvísl og síðan austur til þess að sjá í
flárnar sunnan Réttarhóls og eins í Fellaflóann. Ekki fundu þeir fleira
fé þennan dag og komu allir á Kolkuhól fyrir dagsetur, hýstu þar
kindur og hesta og áttu ágæta nótt.
Að morgni gamlársdags var snemma risið á Kolkuhól og var þá
veður enn bjart og stillt en nokkurt frost. Þar sem veður mátti teljast
gott og færi bjarglegt, þrátt fyrir nokkurn snjó, þótti þeim félögum
ekki annað fært en leggja lengra fram á heiðina, enda töldu þeir sig
þess fullvissa að ær þær sem enn vantaði mundu vera framar. Ákveðið
var að þeir Guðmundur og Hallgrímur færu fram milli Fella sem
kallað er, en Bjarni vestan þeirra. Enn voru þeir með farangur sinn
allan á trússahestinum og teymdi Guðmundur hann. Áður en þeir
skildu sagði Guðmundur við Bjarna að hann skyldi koma austur yfir
taglið norðan Sandkúlufells og þar skyldu þeir allir hittast og fá sér
matarbita.
Ákveðið var að vera í Kúlukvislarskála næstu nótt. Einnig var
ákveðið um morguninn að eftir að þeir hefðu hist við Sandkúlufells-
hala skyldi Bjarni halda áfram vestan fellsins, sjá í neðri Seyðisárdrög
og koma síðan niður með kvíslinni í skálann.
Þegar þeir Guðmundur og Hallgrímur voru komnir suður um
Hanskafell fór að dimma í lofti og gerði síðan allmikla logndrífu er