Húnavaka - 01.05.1989, Síða 37
HÚNAVAKA
35
að, þótt þeir sæju þær ekki sökum dimmrar hríðar. Örlög þeirra urðu
grimm. Flestar báru þær beinin undir skálanum á Kúlukvísl þennan
vetur. Þær hafa leitað þangað skjóls þegar hagleysi og harðviðri surfu
að.
Skráð eftir frásögn Hallgrims Sigurvaldasonar 5. febrúar 1989.
HNEIGÐARI TIL FERÐALAGA
A íslandi er það venja að segja að hugsunarháttur allra Norðlendinga sé hinn sami,
eins og raunar er sagt um ibúa hvers hinna fjórðunganna um sig, og liggur sá
orðrómur á þeim, en einkum þó Skagfirðingum, að þeir séu hneigðari til ferðalaga og
alls konar prangs, einkum hestaprangs, en að vinna heima að búum sínum, enn
fremur að þeir séu rígmontnir, drykkfelldir, áflogagjarnir, óorðheldnir og svikulir í
viðskiptum og fleira þess háttar. En allir skyni bornir menn hljóta að viðurkenna, að
það er hin versta ósanngirni að dæma svo alla Norðlendinga eða Skagfirðinga sér-
staklega, því að enginn fær því móti mælt að í Skagafirði er fjöldi heiðvirða bænda og
bnnarra manna, sem eiga skilinn fullkomlega andstæðan vitnisburð þeim, sem hér var
frá skýrt.
Ferðabók Eggerts og Bjarna.
DRAUGAR í ALLRA KVIKINDA LÍKI
Reimleikar eru miklir á Islandi og ekki fátítt að draugar berji menn og kvelji nótt og
dag, kasti í þá steinum og drepi jafnvel suma. Þeir birtast stundum í líki fugla, apa,
hunda og sela, en líkjast þess á milli skógarskrípum, hafa mannsmynd að ofan, en
hrossfætur og tagl að neðan. Með þvi að Islendingar eru margir skyggnir, er algengt að
þeir sjái drauga í náttmyrkri, bæði eftir sólarlag og fyrir sólarupprás. Sjálfur hefur
höfundur þessarar bókar kynnst tveim skyggnum Islendingum í Kaupmannahöfn.
Úr bók frá 1651 eftir danskan bóksala,
Jens Lauridsen Wolf að nafni.