Húnavaka - 01.05.1989, Page 40
38
HÚNAVAKA
Á Kirkjuskarði bjó Agnar Þorláksson. Hann átti 16 börn, en þau
voru ekki öll á dalnum. Þá var mikið um að vera hér, því að það var
svo mikill félagsskapur og mikið af sæmilega gefnu fólki. Það var
starfandi ungmennafélag, lestrarfélag, heimilisiðnaðarfélag og meira
að segja söngfélag.
Fundir í þessum félögum voru haldnir heima á bæjunum. Svo voru
drifnar upp skemmtanir og spilað undir á harmoniku fyrir dansi og
þar á meðal spilaði móðir mín. Ég man eftir einni slíkri danssamkomu
á Kirkjuskarði. Þar var farið í ýmsa leiki. 1 einum leiknum var miðum
safnað saman í hatt. Á hverjum miða stóð einhver þraut sem gestirnir
áttu að leysa. Ég man það að pabbi dró miða sem á stóð að hann ætti
að biðja sér konu. Ég var svona stráklingur og varð mjög hugsandi yfir
hvernig hann, giftur maðurinn, mundi komast frá þessu. En hann
gengur bara til Guðrúnar húsfreyju á Kirkjuskarði og segir: „Viltu
verða vinkona mín.“ „Nei,“ svarar hún að bragði. Það var enginn
„húmor“ í því svari. Faðir minn orðaði það svo á eftir að þetta hefði
verið „blátt hryggbrot“.
Það var farið á sleðum milli bæja að vetrinum með hest fyrir. Stór
hestasleði — ísasleði — var til á hverjum bæ. Heimsóknir milli bæja
voru algengar um hátíðar og þá fór fjölskyldan á sleðanum og svo var
spilað og spjallað fram undir morgun.
Töluvert mikið var farið á skautum. Það voru farnir að koma
járnskautar, sem voru skrúfaðir á klossa og kallaðir stígvélaskautar.
Samt voru aðallega notaðir tréskautar með járni sem var hringað upp
að framan og voru þeir bundnir á skóna með ólum. Það kom fyrir að
við löbbuðum yfir Skarðsskarðið. Það var um klukkutíma gangur yfir
í Langadal.
Voru margir hagyrðingar í Laxárdal?
Sveinn frá Elivogum var listaskáld, en það voru fleiri sem gátu gert
vísur. Ingvar á Balaskarði var ágætlega hagmæltur. Sveinsína Bergs-
dóttir á Kirkjuskarði var hagmælt. Hún flutti árið 1925 til Sauðár-
króks ásamt föðurbróður mínum sem hún var gift. í Núpsöxl bjó Helgi
Magnússon móðurbróðir minn, sem fluttist með móður minni austan
af landi. Kona hans, Kristín Guðmundsdóttir, var ágætlega hagmælt.
Til hvaða hreppa taldist Laxárdalur?
Hann skiptist milli þriggja hreppa. Vindhælishreppur náði fram að
Núpi að austan, sem er næsti bær hér fyrir utan. Engihlíðarhreppur