Húnavaka - 01.05.1989, Page 41
HUNAVAKA
39
náði svo fram að Litla-Vatnsskarði, en Kárahlíð og bæirnir þar fyrir
framan voru í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Það þætti víst lítið nú til dags
Hvenœr flytur þú he'ðan?
Pabbi hætti að búa 1938 og þá tók Garðar bróðir minn við. Vorið
1939 verða hér mikil umskipti þegar faðir minn dó og Garðar flutti
niður að Kúskerpi. Ég hafði verið lausamaður nokkur ár, í kaupa-
vinnu og vetrarvinnu, en ekki vinnumaður og átti nokkrar skepnur.
Árið 1939 keyptu Georg Jónasson Grundfjörð og kona hans, Guðfinna
Bjarnadóttir, jarðirnar Illugastaði og Núpsöxl. Hann bjó aðallega í
Núpsöxl og varð síðar tengdafaðir minn.
Hver var bústofninn hjá foreldrum þínum?
Fyrst þegar ég man eftir voru 50-60 kindur, en síðustu árin voru þær
orðnar um 120. Kýrnar voru 2-3 og hrossin um 10. Á þessu lifði
fjölskyldan. Svona var þetta hér á dalnum og víðar, en þætti víst lítið
nú til dags.
Var beit notuð mikið að vetrinum?
Já, hún var mikið notuð og sérstaklega var fé beitt mikið hér að
vestanverðu í dalnum, en minna hinumegin, því að þar var miklu
snjóþyngra. Heyskapur var alls staðar rýr hérna megin, en víða góður
að austanverðu, sérstaklega á Kirkjuskarði og Refsstöðum. Þar voru
mikil og slétt engjalönd.
Hvernig voru byggingarnar?
Hérna var torfbær með burstaþiljum. Hann var í tvennu lagi,
baðstofa fyrir fólkið og eldhús. Kominn var stór og hár ofn í baðstof-
una. Hann var eins og þessir gömlu kolaofnar voru, fallegur gripur og
nærri mannhæðarhár og burstaður með skósvertu svo að hann glans-
aði allur. Einnig var komin eldavél, en eingöngu brennt taði og mó,
þótt mótakið væri lélegt. Ekkert var keypt af kolum mörg fyrstu árin
sem ég man eftir mér. Sjaldan var farið í kaupstað. Að vetrinum
aðallega einu sinni með hest og sleða ef færi gafst. Mjög lítið var keypt
af vörum, eins lítið og komist varð af með. Stundum var þess utan farið
gangandi yfir fjall til Blönduóss.