Húnavaka - 01.05.1989, Page 48
46
HUNAVAKA
blautur mýrarfláki, Veitan. Ef við förum svo norður með túninu að
neðan, þá endar túnið þar í skriðu, sem nær niður að Laxá. En nú
höldum við suður fyrst og komum þá að smásíki, Síki, sem rennur úr
Veitunni. Fyrir sunnan það er eyri með ánni, Bæjareyri. Þar fyrir
sunnan eru móar, Mói, og fyrir sunnan þá lítil eyri, sem nú er að mestu
brotin upp af ánni, Litlaeyri. Nú förum við upp með túni að sunnan.
Þar er mýri, sem heitir bara Mýri. Beint upp af Túnhól fyrir ofan tún
er Túnmelur. Þarna fyrir ofan rennur lækurinn í nokkuð djúpu gili.
Nú förum við upp með því að sunnan, þar er lítill hvammur, Þýfði-
hvammur, og fyrir ofan hann Háimelur. Þarna beygir gilið og lækur-
inn á kafla og heitir þar Þröngagil. Lengra upp með gili að sunnan eru
melar og lautir á milli. Þar er Langalaut eða Mjóalaut og ofar Djúpi-
dalur. Beint suður af Háamel eru lautir, Smádalir, þar er neðst Koll-
óttimelur fyrir sunnan Mýri. Fyrir sunnan tún er Vörðumelur og ofan
hans, Vörðumelsbolli og þar ofar Vörðumelsholt. Þar fyrir sunnan er
allstór óræktarflói, Bunguflói. Ofan við hann er misbreiður, sléttur
grasbekkur og heitir Bekkur. Þar var oft heyjað. Fyrir sunnan og ofan
Bunguflóa er nokkuð há fjallsbunga og heitir Bunga. Lautir eru við
báða enda hennar og heita Bungulautir.
Þar sem áður var frá horfið niður við Laxá tekur við allstór eyri,
Stekkjareyri. Upp af henni er Stekkjarmelur og Stekkjarbreið. Efst á
eyrinni eru gömul stekkjarbrot. Þar fyrir sunnan með ánni er dálítill
hávaði sem heitir Klif. Nokkru sunnar er Fremri-Stekkjareyri og enn
sunnar allstór og brattur melhóll, Stekkjarhóll. Bak við hólinn eru
önnur gömul stekkjarbrot. Þarna syðst með ánni í Illugastaðalandi er
Brunnáreyri. Brunná kemur af Brunnárdal og rennur um Skarðsskarð
og síðan um Brunnárgil og gegnum áðurnefnda eyri í Laxá. Brunná
skiptir þarna löndum, sunnan árinnar tekur við Tungubakkaland.
Upp af Brunnáreyri upp með Brunnárgili og upp á Bungu að sunnan
heitir einu nafni Horn. Upp með Skarðsskarði og ofan Bungu heita
Skarðsbrúnir. Þar eru landamerki Geitaskarðs og Illugastaða.
Með endilangri Bungu að ofan er sléttur grasfláki heldur óræktar-
legur, þar heitir Fífudrag. í Fífudragi var heyjað áður fyrr. Síðastur
heyjaði þar Þorsteinn föðurbróðir minn. Hann bjó þá með móður
sinni á Illugastöðum. Upp af Fífudragi á milli Skarðsbrúna og
Hrossadals er hlíðarhyrna, Hlýjahlíð og þar upp af Hrossadalshögg og
Fjallsbrún. Hrossadalur liggur þarna þvert inn í fjallið. Þetta er allstór
dalur og mjög grösugur. Ofarlega í dalnum að sunnan er hóll, Sjón-