Húnavaka - 01.05.1989, Side 49
HÚNAVAKA
47
arhóll. Mig minnir að þar sæi fyrir smalakofatóftum ofan við hólinn,
en það er víst að það var setið yfir ám á Hrossadal og af hólnum sér vel
yfir allan dalinn. Skammt fyrir ofan Sjónarhól og þvert yfir dalinn efst
er hár melhryggur og þar fyrir ofan heitir Efribotn. Þar á bæjarlæk-
urinn upptök sín. Hann rennur fyrst niður eftir Hrossadal, en beygir
þá til norðurs og rennur þá neðan við hlíðina og ofan við melana að
sunnan eins og fyrr segir.
Norðan við Hrossadal er langur melur, Olnbogamelur. Norðan við
hann er dálítill slakki og heitir Olnbogi. Fjallið þarna norður af er
Hnjúkur — Bæjarhnjúkur. Fyrir ofan Olnbogamel eru lautir,
Hrossalautir. Þar fyrir norðan uppi í háhnjúk eru klettastallar,
Hrútastallar. Þar fyrir neðan er Dýjahlíð, neðan hennar niður við læk
er grasi gróin valllendislaut og heitir Kúalaut. Neðar með læk og
sunnan við Þröngagil er hvammur, Stórihvammur. Þar fyrir ofan, á
Gili sem við kölluðum, er lítil laut, Hrossabolli. Þar norður af og
kippkorn uppi í hlíðinni er lítill grashjalli, Kúastallur. Aðeins þar fyrir
norðan er lítið jarðfall, Kúaskriða. Þar fyrir ofan eru grasflákar ekki
mikið hallandi og heita Flesja og Flesjabrún fyrir neðan. Efst uppi í
Hnjúkshnjúk er stutt að fara úr Hrossadal um Hrossalautir og
Hrútastalla og norður fyrir Bæjarhnjúkinn, blasir þá við annar stór
dalur, sem liggur eins og Hrossadalur þvert inn í fjallið en er talsvert
minni. Þessi dalur heitir Sauðadalur, en áður en við komum í Sauða-
dal verður fyrir okkur annar minni dalur þarna hátt uppi í fjallinu,
Rjúpnadalur. Norður af Rjúpnadal og suður úr Sauðadal ofarlega er
stór slakki eða laut, Kambsskál. Fyrir ofan hana gengur fjallið norður
í dalinn og er þverhnípt og heitir Kerling, þar fyrir ofan Sauðadals-
botn og Grensskálar. I Sauðadalsbotni á upptök sín allstór lækur,
Sauðadalsáin og rennur eftir endilöngum Sauðadal og síðan í Sauða-
dalsgili til Laxár. Sauðadalsá skiptir löndum að norðan, svo að 111-
ugastaðir eiga Sauðadal að sunnan, að norðan tekur við Úlfagilsland.
Neðan við Sauðadal er kallað Tagl, þar er Taglmelur. Ofarlega með
Sauðadalsgili er sléttur melur, Sléttbakur, þar fyrir sunnan er Hrís-
holt, en neðar með gilinu er holt sem heitir Leirholt. Fyrir neðan það
er Stórhóll, en sunnan Miðholt. Syðst og næst túni er Húsholt. Sund
heitir á milli holtanna. Upp að Húsholti er Torfbreið og Torfmelur.
Sunnar og upp að Torfmel er hávaði er heitir Hávaði. Þar norðan
Þröngagils er allstór melur og heitir Ilmandi. Fyrir sunnan hann í Gili,
Ilmandahvammur og Ilmandabrekka. Þarna í brekkunni óx mikið