Húnavaka - 01.05.1989, Page 50
48
HUNAVAKA
reyrgresi. Við Þröngagil að ofan heita Nafir. Fyrir norðan og neðan
Ilmanda eru gamlar mógrafir. Fyrir norðan tún er skurður og þar utar
mógrafir, þar sem tekinn var upp mór öll búskaparár foreldra minna.
Þarna rétt hjá er Móholtið, þar var mórinn þurrkaður. Á holtinu hafði
faðir minn hlaðið byrgi yfir móinn. Fyrir norðan mógrafirnar er mýri
og í henni miðri hóll, Einbúinn. Nyrst þar sem eru ármót Sauðadalsár
og Laxár er Stóraeyri. Nær, heim með ánni er önnur eyri, Heimaeyri.
Fyrir neðan tún að norðan er sléttur flötur, sem endar í skriðu suður
við læk og heitir Flæði. Þarna efst á Flæðinu hlóð faðir minn allstóra
fjárrétt. Áður hafði réttin verið uppi í Norðurtúni áföst við fjárhúsin.
Það veitti ekki af að hafa stóra fjárrétt, því að þótt heimaféð væri fátt,
smalaðist oft saman fjöldi fjár úr Illugastaðalandi einu.
í túni fyrir norðan læk er laut er heitir Leynir. Fyrir norðan hann
efst er hóll, Ytrahússhóll. Þar fyrir norðan og neðan heitir Gerði. Á
Ytrahúshól eru húsatóftir. Þar var áður hesthús. Fyrir sunnan Leyni
efst voru útihúsin, fjárhús og hesthús. Öll hús á Illugastöðum, bæði
bæjarhúsin og útihúsin, hafði faðir minn hlaðið. Hann var snillingur
að hlaða veggi og var jafnvígur á allt efni, hvort heldur var torf, torf og
grjót eða grjót eitt saman og færði þá stundum til stóra steina. Oft var
hann fenginn til að hlaða veggi og stundum nokkuð langt að og það er
alveg víst að það var enginn um þessar slóðir sem tók honum fram við
þetta verk.
Eg ætla að enda þessa upptalningu á örnefninu Kvíaból. Það var
dálítil grasi gróin hæð nokkuð stór um sig og þarna voru auðvitað
kvíar. Þær voru neðan við Kviabólið. Sér þeirra glögg merki ennþá.
Ekki var þó fært frá í búskapartíð foreldra minna. I kringum Kvía-
bólið voru valllendismóar og til að rugla þeim ekki saman við aðra
móa voru þeir kallaðir Kvíabólsmóar. Allur fénaður átti leið um
Kvíaból, bæði að og frá húsi, svo að þar voru komnar djúpar götu-
slóðir. Jafnvel kýrnar voru oft reknar um Kvíaból og upp með gili að
norðan yfir Ilmanda og upp á Kúastall, jafnvel upp á Flesjar, en
stundum fram á Gil í Kúalaut. Það voru ekki öll býli sem áttu, alveg
heima við tún, svona skemmtilegt kvíaból.
Kvölda tekur sest er sól,
sveipar þoka dalinn,
komið er heim á kvíaból,
kýrnar, féð og smalinn.