Húnavaka - 01.05.1989, Page 59
HUNAVAKA
57
Ég bauð Hólmfríði inn í kaffi og til að hvíla sig, en hún afþakkaði.
Þá hringdi ég í sýslumann, sem var Guðbrandur fsberg, og spurði
hann ráða. Hann sagðist nú verða að heyra þetta tvisvar til þess að
trúa því, svo undrandi varð hann. Þegar við höfðum rætt þetta um
stund sagðist hann verða að taka sér umhugsunarfrest og tala svo við
mig aftur.
Þegar hann hringdi aftur fór hann að tala um hvort ekki myndi vera
möguleiki á að koma hestinum í verð, en þvi neitaði ég alfarið þar sem
hann var að byrja að úldna. Féllst sýslumaður á það. Morguninn eftir
hringdi hann aftur og bað mig að fá gætinn og glöggan mann með mér
til þess að skoða hestinn vel og vandlega, hvort það séu á honum
áverkar og hvernig hann hafi verið aflífaður og meta hann síðan til
verðs miðað við lifandi ástand.
Ég fékk Lárus Björnsson í Grímstungu til að skoða og meta hestinn
með mér. Engir áverkar voru á hestinum utan kúlugatið á hausnum,
sem var á réttum stað og hafði ekki geigað. Við möttum hestinn á sjö
hundruð krónur, sem var hæsta verð á fullorðnum hestum. Hesturinn
var fjögurra vetra og óvenju stór og þroskamikill. Að þessu loknu gróf
ég hestinn en arfi spratt á leiðinu i mörg ár á eftir.
Nokkur eftirmál urðu að hestvígi þessu. Sigtryggur kærði vigið til
sýslumanns, sem gerði Hólmfriði að greiða Sigtryggi 700 krónur í
bætur fyrir hestinn, en hann skyldi greiða 500 krónur í sekt til Bún-
aðarfélags Áshrepps fyrir að brjóta lög um vörslu stóðhesta og greiða
Hólmfriði 200 krónur í miskabætur. Málinu var áfrýjað til Hæsta-
réttar, er visaði því heim aftur, en lét undirdóm standa.
•K* *
í GRÁU NAUTSLfKI
Þegar svartidauði var búinn að geisa um Norðurland og kominn vestur að Hrúta-
fjarðará var hann í gráu nautslíki og ætlaði vestur yfir og óð út í ána, en þegar hann
ætlaði í land að vestan kom þar á móti honum rautt naut svo að hann sneri aftur.
Leitaði hann þá annars staðar aftur yfir ána en það fór á sömu leið. Rauða nautið var
þar komið en það gráa sneri aftur. Fór þá gráa nautið að ganga fram og aftur um
austurbakkann, og eftir því sem það færði sig gekk rauða nautið alltaf á móts við það
á vesturbakkann. Gengu þau þarna um bakkana allt sumarið þar til um haustið þau
hurfu. En svartidauði komst aldrei vestur yfir Hrútafjarðará.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.