Húnavaka - 01.05.1989, Page 60
JÓN ÍSBERG:
Heimsókn forseta Islands
Sveitarstjórn Blönduósshrepps ákvað á árinu 1987 að breyta sveit-
arfélaginu úr hreppi i bæjarfélag. Einnig var ákveðið að breytingin
yrði í júlíbyrjun 1988 eða nánar tiltekið 4. júlí. Þá er besti tíminn fyrir
útihátíðahöld og i samræmi við, þegar haldið var upp á 100 ára
afmæli staðarins, þótt lögin um löggildingu Blönduóss sem verslun-
arstaðar hafi tekið gildi 1. janúar 1876.
Hvammstangahreppur átti um svipað leyti 50 ára afmæli sem sér-
stakt sveitarfélag. Þótti við hæfi að minnast þess á sæmilegan hátt.
Vildu sveitarstjórnir þessara hreppa kanna, hvort ekki væri vegur, að
forseti íslands kæmi þá i heimsókn í sýsluna. Þær létu kanna það hvor
i sínu lagi, en svo óheppilega vildi til, að forsetinn var einmitt upp-
tekinn fyrstu dagana í júlí, en þá var hún i opinberri heimsókn til
Vestur-Þýskalands. Hins vegar var þeim tjáð, að opinber heimsókn
forsetans í sýsluna gæti vel komið til greina á öðrum tíma.
Þegar hér var komið málum var talið eðlilegt að sýslunefndirnar
tækju málið í sinar hendur. Var það gert og að höfðu samráði við
skrifstofu forseta fslands var heimsóknartíminn ákveðinn dagana 25.
til 28. ágúst. Undirbúningur var þegar hafinn, þótt um formlega fundi
væri ekki að ræða, en fram kom ósk forsetans, frú Vigdísar Finnboga-
dóttur, um að koma í alla hreppa sýslunnar og fá tækifæri til þess að
hitta sem flesta sýslubúa. f samræmi við þessa ósk var gerð áætlun um
ferðalagið um sýslurnar. Þegar ræða átti málin frekar, kom upp óvænt
staða. Kjósa átti forseta á árinu 1988. Flestir gerðu ráð fyrir, að ekki
yrði kosið, ef þáverandi forseti gæfi kost á sér til framboðs að nýju. En
raunin varð önnur. Þegar það varð ljóst taldi skrifstofa forsetans ekki
hægt að halda áfram með undirbúning heimsóknarinnar fyrr en úrslit
kosninganna lægju fyrir.
Eftir kosningarnar var svo tekið til við að undirbúa komuna. For-
setaritari, Kornelíus Sigmundsson, kom norður og átti fund með