Húnavaka - 01.05.1989, Page 72
70
HÚNAVAKA
nægja Siggu, sem var eins og ég sagði við aldur og gat varla talist neitt
augnayndi, stórskorin og gildvaxin. Það var oft glatt á hjalla í bað-
stofunni á Bakka, þó oft værum við þreytt, því alltaf voru næg verk-
efni. En bóndinn og húsfreyjan voru okkur góð.
Tíminn leið. Sumarið gekk í garð með öllu sem því fylgdi. Það var
gott sumar og sennilega aldrei verið bundnir eins margir hestar á
Bakka. Við heyjuðum mikið á engjum. Það má segja að við slægjum
allt sem hugsast gat. Við Margrét vorum alltaf saman í bandinu. Ég
var ungur og óþolinmóður og oft varð ég að sitja á mér að verða ekki of
aðgangsharður við stúlkuna. Því hún var eins og fjallageitin. Nálgaðist
mig en stökk svo óðara burt. Rúmin okkar stóðust á í baðstofunni og
ég átti oft bágt með að stilla mig um að laumast yfir þegar hljótt var
orðið á kvöldin. En það hefði heldur ekki gengið, þar sem dóttir
hjónanna, tíu ára stelpa, var látin sofa hjá Margréti. Það var nú ekki of
mikið plássið á Bakka.
Jón tók sér málhvíld og saup á fleygnum, sem hann rétti svo til Páls.
— Reyndu að súpa á þessu.
Páll iðaði í sætinu.
— Svona áfram með smjörið. Svo fór það að ganga, var það ekki?
Jón barði pontunni við rúmstokkinn og hélt áfram frásögninni.
Hann gaf sig á vald minninganna.
— Jú, svo fór að vænkast hagur Strympu. Um haustið er við Mar-
grét vorum farin að kynnast betur, fann ég að henni var ekki alveg
sama um mig. Hin vissu það líka og eftir það var Baldri frekar kalt til
mín. Svo var það eitt kvöldið að ég var að setja í meisana handa
kúnum fyrir morgundaginn og Margrét var að mjólka. Þá veitti hún
mér blíðu sína. Það skeði á auða básnum, moðbásnum i fjósinu.
Nú skríkti Páll en Jón hélt ótrauður áfram.
— En þetta var nú bara byrjunin. Eftir þetta var Margrét svo
ósköp blíð og eftirgefanleg við mig. Það varð að venju hjá okkur að
fara snemma á fætur og hittast í fjósinu áður en hitt fólkið reis úr
rekkju. Það gat ekki verið þægilegra. Innangengt úr bænum, hitinn frá
blessuðum skepnunum og svo mjúkur moðbásinn. En svo var það einn
morguninn að ég vakna með fyrra fallinu og bregð mér út til að kasta
af mér vatni, áður en ég fer til fundar við stúlkuna. Og þegar ég kem út
á hlaðið sé ég mér til mikillar furðu að það er kona að skola þvott í
bæjarlæknum, en hann var fast við bæinn. Ég hugsaði með mér að nú