Húnavaka - 01.05.1989, Page 75
SIGURÐUR ÞORBJARNARSON:
Það er ekki lengur lagt í
ljóðasjóð þjóðarinnar
Viðeigandi er talið, og jafnvel hollt hverjum manni að nýta tíma-
mót hvers konar og þá ekki sist áramót, til að líta um öxl og gá til
kennileita á genginni leið. Og sem ég nú geri svo, þá birtist í atburða-
mori liðjns tíma gamalt ergelsis- og áhyggjuefni, sem enn á ný nær á
mér tökum, krefst athygli.
Þetta áhyggjuefni er spurningin um það, hver verði framtíð þess
þáttar þjóð-, list- og bókmenntamenningar okkar, sem kölluð hefir
verið Ijóðagerð. Hér um nokkrar vangaveltur.
Það sem fyrst og fremst hefir skilið mannskepnuna frá öðrum
skepnum sköpunarverksins og skipað henni þar í öndvegi, er hæfi-
leikinn — getan til að tjá sig.
I tím^ns rás hefir maðurinn komið sér upp margs konar formum
tjáningar. Hann gerir það í myndgerðum margvíslegum, í tónum og
með látbragði. En hið almenna form tjáningarinnar er málið, talað og
ritað.
Islendingar voru til skamms tíma eftirbátar annarra þjóða svo
nokkuð miklu nam, hvað snertir allar þessar aðferðir við að gera sig
skiljanlega, nema hina síðast töldu, hið talaða og ritaða mál. Þar hafa
þeir staðið fyllilega jafnfætis þeim þjóðum, sem fremstar voru.
Ýmsar orsakir munu hafa til þess legið, að Islendingar notuðu
öðrum sjður leiðir tón- eða myndlistar til tjáningar. Þó mun þar mest
hafa ráðið einangrun og efnisleg fátækt. Það þarf ákveðið lágmark
efnislegra gæða til að þessi tjáningar- og listform þrífist. Orðið, talað
og ritað, er óháð slíku, og trúlega má með nokkrum sanni segja að
aldalöng einangrun, ásamt fátækt veraldlegra gæða, hafi hér orðið
vermireitur kjarnmikils og myndauðugs máls.
Tungan varð sá efniviður, sem þjóðin notaði til sinnar listsköpunar. En á