Húnavaka - 01.05.1989, Page 77
HÚNAVAKA
75
Ennþá eru gefnar út bækur, sem kenndar eru við ljóð. Eftir höf-
unda, sem krefjast skáldanafns — en í stað aðdáunar vekja þessar
bækur, flestar, leiða vegna þess að höfundarnir ráða ekki lengur við að
„aga sitt mál við stuðlanna þrískiptu grein,
né eflast að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu.“
J.H.
Svo virðist, sem stuðlamálið sé þessum gæsalappaskáldum algjör-
lega framandi og þau virðast telja sér það fulla sæmd að haltra um tún
Braga, við hækju óbundins máls — og láta sig engu skipta skoðun hins
óbreytta ljóðelska manns, sem telur þau hafa framið goðgá með litils-
virðingu á ljóðhefðum.
Þó undarlegt megi virðast, eiga þessi skáld sér formælendur, og
aðdáendur og þó þeir séu snöggt um færri hinum — ljóðunnendunum
— þá vega þeirra skoðanir og áróður þó býsna þungt á metum, a.m.k.
eins og sakir standa.
Þessi formælendahópur á sér ýmis heiti. Þeir eru kallaðir ritdómar-
ar, ljóðskýrendur eða bara menningarvitar. Þeir telja sig sjálfskipaða
til að leiða ljóðasmekk þjóðarinnar, kenna fólkinu hvað sé list í ljóði,
og hvernig skuli notað.
Þeir kalla það heimtufrekju og kröfuhörku að ætlast til að skáld
fylgi rímreglum. Það sé kjánalegt að gera það vegna þess að rímið
þrengi og þvingi tjáningargetuna. Gleymt virðist að skáldmæringar
fortíðarinnar léku sér að listaverkasmíði samkvæmt ströngustu og
flóknustu reglum ríms og stuðla — og fataðist hvergi að tjá sig.
Nú virðist það viðtekin regla við útkomu „ljóða“bókar að höfund-
inum og bókinni er fært flest til kosta af menningarvitum þó þar
finnist ekki ein rímuð lína.'
Að visu kann margt að vera vel og af viti sagt, innan spjalda í
bókum þessum en þrátt fyrir þvingunar- og hömluleysið snertir það
ekki ljóðrænan streng.
Það nær ekki til manns — vitnar aðeins um vanhæfi höfundar, er
ekki ljóð. Ég held að það séu þessir menningarvitar, sem sök eiga á því
hversu höll er staða ljóðagerðar nú. Þeir hafa véfengt gildi og réttmæti
þeirra reglna, sem rímlistin krefst.
Þeir veita viðurkenningar og verðlaun mönnum, sem enga burði
eða verðleika hafa til að rísa undir sæmdarheitinu ljóðskáld.