Húnavaka - 01.05.1989, Page 83
HUNAVAKA
81
Það má ei verða í flugi ferða
á fjörsins breyttu slóð,
að fyrir heimsku falli í gleymsku
fyrri tíma þjóð.
* * *
STJÖRNUMERGÐ
Hann gekk til fjóss seint um vetrarkvöid. Himinn var heiðskír og alstirndur, virtist
stjörnumorið jafnþétt hvert sem litið var. Hugðist hann hraða fjósverkum og skoða
siðan himinhvolfið gegnum sjónauka. En er hann var nýlega kominn í fjósið dundi
yfir mjög snarpur jarðskjálftakippur. Þegar hann hafði gengið úr skugga um að ekkert
væri að i fjósinu eða bænum fór hann út með sjónaukann. En þá var hin óvenjulega
stjörnumergð horfin og leit himinn út eins og vanalega á heiðskiru og sæmilega
stjörnubjörtu vetrarkvöldi. Þessi jarðskjálfti fannst um allt Norðurland og viðar, og
eftir fréttum að dæma virtist svo að viðar hefðu menn orðið varir þessa óvanalega
mikla stjörnuskins skömmu áður en jarðskjálftinn gekk yfir.
Grima hin nýja.
HULDUMAÐUR A GEITHÖMRUM
Rannveig Sigurðardóttir ólst upp á Geithömrum i Svinadal. Þegar hún var á
tiunda ári (árið 1842), var það um sumar að hún var einsömul úti á túni. Hún sér þá
hvar maður kemur neðan mýrar, sem eru fyrir neðan bæinn á Geithömrum og stefnir
þangað heim. Hún þykist sjá, að það sé Sigvaldi Guðmundsson, sem var vinnumaður
á Grund, næsta bæ við Geithamra. Þegar hann var rétt kominn heim að túninu,
hleypur hún inn og segir fólkinu frá manninum, fer svo undir eins út aftur, en sér þá
engan manninn. Hún hleypur þá ofan fyrir túnið til að gá að, hvort hann kæmi eigi,
en hún sá engan, og ekki var mögulegt að nokkur hefði getað farið fram hjá á svo
skömmum tíma. Piltar voru að kasta heyi þar úti á túninu. Fer hún til þeirra og spyr
þá, hvort þeir hafi séð manninn, en þeir kváðust engan hafa séð. Var talið sennilegt, að
maðurinn sem Rannveig sá og sýndist vera Sigvaldi Guðmundsson hafi verið huldu-
maður.
Gríma hin nýja.
6