Húnavaka - 01.05.1989, Page 88
86
HÚNAVAKA
Hann leitaði til skátafélagsins, en ég var í fyrirsvari fyrir skátana. Ég
get ársett þetta svona nákvæmlega af eftirfarandi ástæðum.
Steingrimur Davíðsson var mikill hugsjónamaður og eins og oft er
um slíka menn, skapríkur og var ekkert að skafa utan af hlutunum.
Hann sagði hlutina beint út ef honum þótti eða sinnaðist við menn og
hafði hátt. Þetta vor var einmitt kosið um stjórnarskrárbreytingu.
Lagt var til að hlutfallskosning yrði í tvimenningskjördæmunum sex.
Framsóknarmenn börðust hatrammt gegn þessari breytingu sem
þýddi fækkun þingmanna þeirra um allt að sex. Og Steingrímur var
framsóknarmaður. Ætlunin var að fara út í Hrútey eftir kvöldmat
þennan dag en ég þurfti að tala við Steingrím áður og fá hjá honum
upplýsingar um gróðursetninguna. Ég man ekki alveg hverjir voru
með mér, en það voru Ari bróðir minn og sennilega Baui, eða Böðvar
Pétursson, Guðmundssonar frá Holti. Einnig voru elstu synir Stein-
gríms, Hólmsteinn og Haukur. Við fundum Steingrim þar sem hann
var að skammast við Klemens Þorleifsson, sem var ættaður úr Ból-
staðarhlíðarhreppi, frambjóðanda Sameiningarflokks alþýðu, sósíal-
istaflokksins. Steingrímur var skömmóttur og hafði hátt. Ég man að ég
sárkenndi í brjósti um syni hans að þurfa að horfa upp á og hlusta á
hann svona æstan og reiðan. Það fer því ekki á milli mála að fyrstu
trén voru gróðursett vorið 1942.
Eitthvað hafði dregist að koma plöntunum niður, en þær voru
geymdar hjá Steingrími. Ég man að við ræddum um að sennilega yrði
þetta unnið fyrir gýg, þar sem plönturnar væru líklega dauðar. En
flestallar lifðu enda var reynt að vanda sig við gróðursetninguna. Við
gátum fylgst með vexti þeirra og viðgangi þar sem oft var farið út í
Hrútey síðsumars til berjatínslu. Þar var og er gott bláberjaland en
það voru fáir sem treystu sér til að fara út í eyjuna því til þess þurfti að
vaða Blöndu.3)
Seinna bættum við skátarnir nokkrum plöntum við, en hvort það
var næsta vor eða ekki man ég ekki. Snorri Arngrimsson kom síðar með
marga ungmennafélaga með sér til gróðursetningar. Að beiðni Stein-
gríms fór ég með hópnum út í eyjuna og átti að leiðbeina þeim, hvað
hann vildi að yrði plantað. Hins vegar stjórnaði Snorri fólki sínu
sjálfur enda hörkuduglegur. Gróðursetningin gekk mjög vel og fljótt,
en sennilega hafa ekki allir kunnað vel til verka því mikil afföll urðu.
A þessum árum var alltaf mikið rætt um að gera Hrútey að úti-
vistarsvæði, þótt ekki væri það kallað þessu nafni þá. Vandkvæðin