Húnavaka - 01.05.1989, Page 90
88
HÚNAVAKA
Á sléttunni austan á eyjunni voru gróðursett skjólbelti, sem nú eru
komin vel á veg, en það hefir tekið mörg ár. Uppi á háeyjunni var
aðallega sett niður birki og það nokkuð þétt, en þar hafa afföll orðið
mikil eins og sjá má.
Göngubrú var sett, eins og áður segir, út í Hrútey velflest árin frá því
um 1960 og alveg fram til 1974 eða 1975. Þá var svo mikið í Blöndu
allan fyrri hluta júnímánaðar að ekki var hægt að setja brúna út. Það
sama varð uppi á teningnum 1976 og 1977. Það kom einnig til að
árangur gróðursetningarinnar áratuginn áður var ekki kominn í ljós,
en það tekur gjarnan svona 7 til 10 ár. Mörg þessara ára höfðu verið
köld og afföll orðið mikil eins og háeyjan ber með sér. Það þótti því rétt
að bíða með að fylla í eyðurnar þar til í ljós kæmi hvernig þeim
plöntum reiddi af, sem lifðu.
Árið 1978 voru nýir menn teknir við stjórn hreppsins og eins og
eðlilegt er í fyrstu, með önnur áhugamál en skógrækt í Hrútey. Brúin
var eins og áður segir aðeins bráðabirgðabrú. Það kom fyrir einu sinni
að flóð tók brúna, en staurarnir náðust og voru settir aftur á sinn stað.
Brúin var svo tekin af þegar kom fram á sumarið.
Þetta er skrifað í júlí 1988. Ástæðan er fyrst og fremst missagnir í
frásögnum um Hrútey í fréttum og greinum í sambandi við vígslu
göngubrúar út í eyjuna, sem vígð var sem liður í hátíðarhöldum er
Blönduósshreppur varð Blönduóssbær 4. júlí.
HEIMILDIR:
1) Veðmálab. Hún. Guðbr. Isberg kaupir 21/10 1933, þingl. nr. 6256.
2) Hrútey friðlýst með rgj. nr. 521, 1. des. 1975.
3) Ekki gat ég fundið í reikningum hreppsins trjáplöntur gjaldfærðar þetta ár, en
Steingrimur var hugsjónamaður og ekki ólíklegt að hann hafi sjálfur keypt plönt-
umar. Til gamans má geta þess, að þegar ég var i barnaskóla fór hann eina
vetrarhelgi út í Hrútey og mældi upp og teiknaði kort af henni og fjölritaði og gaf
okkur krökkunum. Við áttum að lita það og „skipuleggja“ gróðursetningu, en af
henni varð ekki fyrr en nokkrum árum seinna.