Húnavaka - 01.05.1989, Page 96
94
HUNAVAKA
oddvita sínum að beina því erindi til landsstjórnarinnar að leita eftir
hvort hún sjái sér fært að láta rafmagnsfræðing skoða helstu staði í
Austur-Húnavatnssýslu sem tiltækilegt væri að koma á fót rafmagns-
stöðvum og gjöra áætlun um kostnað við það.
Margt fleira mætti tína til sem sýnir að sýslunefnd hefur löngum
fjallað um hin ólíkustu mál bæði stór og smá. Raunar má segja að flest
framfaramál sýslunnar hafi verið rædd í sýslunefnd og hún oft haft
forgöngu um þau. Má þar nefna; Heilbrigðismál, dvalarheimili aldr-
aðra, hafnarmál, hótelrekstur, héraðsbókasafn, héraðsskjalasafn,
kvennaskóla, vegamál, sundkennslu, fjallskila-, náttúruverndar- og
gróðurverndarmál.
Nú í árslok 1988 verða kaflaskipti í sögunni þegar sýslunefndin
leggur niður störf en við tekur héraðsnefnd sem er samstarfsnefnd
sveitarstjórna í sýslunni og bæjarstjórnar Blönduóss. Um leið breytast
verkefnin nokkuð. Starfið í sýslunefnd hefur einkennst af því að vinna
að framgangi góðra mála og styrkja og efla félags- og menningar-
starfsemi í sýslunni.
Frá árinu 1962 hef ég átt setu í sýslunefnd og starfið í henni verið
með ánægjulegustu verkefnum sem ég hef unnið að á opinberum
vettvangi.
* * *
RÓÐRARMAÐURINN Á SVlNAVATNI
Haustið 1842 bar það við fyrri hluta sunnudags, að stúlkur nokkrar voru úti við á
Geithömrum í Svinadal í Húnavatnssýslu. Þær sáu þá mann á báti róa fram og aftur
á Vatnsvíkinni, er gengur fram úr Svínavatni og er kippkorn niður frá bænum á
Geithömrum. Þær og fleira fólk á Geithömrum sáu manninn mikinn hluta dagsins.
Ekki vissu þær til þess að neinn maður ætti bát við Svínavatn og þótti þeim þetta því
undarlegt. Seint um daginn var unglingspiltur sendur ofan að vatninu til þess að vita
um hver þetta væri. Þegar hann átti skammt eftir til vatnsins bar leiti á milli hans og
þess. Þegar hann kom upp á leitið, sá hann ekki manninn á bátnum, enda sást hann
aldrei framar og allir þóttust þess vissir að þetta hefði enginn mennskur maður verið.
Gríma hin nýja.