Húnavaka - 01.05.1989, Side 98
96
HUNAVAKA
Hryssan og folaldið tölta á móti þeim, alveg til þeirra, hryssan þefar
í lófa frænku, þar hefur hún oft fundið ýmislegt góðgæti. Nasirnar
titra ofurlítið en ekkert hljóð heyrist. Folaldið er aftur á móti með
svolítinn hræðslusvip i augunum og tekur á sprett á sínum löngu
fótum.
Þær rölta áfram, lítill hrossagauksungi þýtur upp undan fótum
þeirra með háu tísti, en hann kann ekki að fljúga ennþá og er alveg
óskaplega hræddur. Litla stúlkan vill ólm hlaupa á eftir honum og ná
honum og skoða, en frænka segir:
„Ljúfan mín, þú mátt ekki hræða úr honum líftóruna, og svo hef ég
oft sagt þér að það má aldrei snerta unga eða egg, því þá getur
mamman yfirgefið þau. Það er allt svo viðkvæmt, þetta fallega í
veröldinni.“
Þá eru það fjársjóðirnir hennar frænku sem hún fær stundum að
skoða, þá lokar hún suðurhússhurðinni, svo þær fái að vera í friði.
Frænka opnar hátíðlega lítið koffort sem hún á, og sjá, þar getur á að
líta. Þar á hún ótrúlega fallegan konfektkassa, að vísu er allt konfektið
búið fyrir löngu, en hún geymir margt í honum. Til dæmis ilmvatns-
glas með þeirri bestu lykt sem hægt er að hugsa sér, myndir og jólakort
af bústnum englum og fallegum stúlkum og blómum. Og um jóla-
leytið á hún stundum kökur og laufabrauð og margt annað góðgæti.
Litla stúlkan er orðin ögn stærri. Þær eru í fjósinu. Hún sker niður
rófur handa kúnum og fær sér bita við og við. Frænka situr á beini úr
hrosshaus og mjólkar uppáhaldskúna sína, hana Hnísu. Hún syngur
hástöfum annað slagið á milli þess sem hún skrafar við kúna og frænku
sína. Hér er hlýtt og notalegt og hvergi í heiminum er meiri friður. Þau
eru mörg kvöldin sem þær eiga þarna, frænkurnar, og eiginlega er
þetta veröld, sem á ekki sína líka. A eftir er svo gott að koma inn, þvo
sér og borða, og setjast að í norðurhúsinu öll saman. Pabbi les upphátt
og allir eru eitthvað að vinna, á meðan þeir hlusta og upplifa ótrú-
legustu ævintýri.
Og árin líða. Hvað kemur til að frænka, sem alltaf var svo glöð og
kát, er stundum orðin döpur og hljóðlát, alveg hætt að syngja og
stundum þerrar hún tár af auga, þegar hún heldur að enginn sjái?
Litla stúlkan, sem nú er orðin dálítið eldri, brýtur heilann. Hvað
skyldi ama að frænku hennar? Um það er ekki rætt, en einn dag í maí
er hún flutt á bíl til læknisins. Og kemur ekki aftur heim. Síðla sumars
kemur svo fregnin eins og dimmur skuggi: Hún frænka er dáin.