Húnavaka - 01.05.1989, Síða 99
HUNAVAKA
97
Áður en hún dó, hafði hún ánafnað frænku sinni sinn besta fjársjóð,
hnakkinn sinn og beislið. Þótt þessi fjársjóður sé ómetanlegur í augum
stúlkunnar, er sá fjársjóður miklu meiri, að hafa fengið að kynnast og
alast upp með svo umhyggjusamri og einstakri sál. Að því býr hún alla
ævi sína.
* * *
ÁTTA MANNS 1 FJÖLSKYLDU HVERRI
f öndverða fslands byggð var Norðlendingafjórðungur fjölmennastur af öllum
landsfjórðungunum, en nú er fólksfjöldi þar í meðallagi. Þéttbýlast er í Eyjafjarðar- og
Skagafjarðarsýslum og bæir þar því flestir. Oft hefir fólkinu fækkað þar mjög vegna
hallæra og sjúkdóma, en einkum stafar þó fólksfækkunin af breyttum lifnaðarháttum
og plágunni miklu 1496, en henni fvlgdi hallæri árið 1500, og síðan hafa hallæri og
pestir gengið yfir landið hvað eftir annað. Svo er talið að Norðlendingar séu þriðj-
ungur landsmanna, en þeir eru ekki svo margir, en annars væri það ekki mikið þótt svo
væri, ef tekið er tillit til stærðar byggðarinnar. Bólan á mikinn þátt í fækkun fólksins
um land allt. Þótt sjúkdómur þessi hafi lengi verið á Islandi, hafði hann samt aldrei til
Grímseyjar komið fyrr en 1709.
Fólksfæðin kemur best í ljós, þegar athuguð eru eyðibýlin, en þó gefa þau ekki fulla
hugmynd um hana, því að einnig verður að taka tillit til þess að almennt er miklu
færra fólk í heimili víðast hvar en áður var. Ef Húnavatnssýsla er tekin til dæmis, þá
eru taldar þar 300 fjölskyldur alls árið 1748, og voru 4, 6-10 manns i fjölskyldu hverri.
I mjög fáum voru 20 manns. Ef gert er ráð fvrir, að 8 manns séu í fjölskyldu hverri að
meðaltali, likt og gert var í Snæfellsnessýslu, sem þó er of hátt áætlað verður fólksfjöldi
sýslunnar 2400. Með sams konar áætlun verður fólksfjöldinn i hinum sýslunum
þremur rösklega 3000 í hverri. Og hefir þá verið 10800-11000 manns á Norðurlandi.
Þótt einhver segði sejn svo, að þessar tölur væru of lágar, þegar miðað er við áðurnefnt
ár, en þær ættu betur við nú, þegar fólksfæðin er enn tilfinnanlegri hvarvetna, þá
kemur samt í Ijós, að Norðlendingar eru litlu meira en fjórðungur allra landsmanna. I
hverju byggðarlagi eru hingað og þangað eyðibýli.
Ferðabók Eggerts og Bjarna.
7