Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 109
GÍSLI KONRÁÐSSON:
Fjárdrápsmálið í Húnaþingi
I. KAFLI
Frá Eyjólfi, viðureign hans og Fjósa-Rauðs
Veturinn eftir lát Jónasar bónda Jónssonar á Gili í Svartárdal
1819, bjuggu þar á landinu Ingibjörg ekkja hans, synir þeirra Eyjólf-
ur og Einar, og dætur, Margrét og Sigurlaug, - en Björg var gift;
átti hún Sigfús Oddsson og bjuggu í Selhaga. Eyjólfur Jónasson var
aö nokkru líkur föður sínum, að skaplyndi, og kappsamur, meðal-
maður á vöxt og liðlega vaxinn, hvítleitur, jarphár, meðjafna kinn.
Einar bróðir hans var bjarthærðari, grannvaxnari, ívið hærri, bráð-
lyndari og sundurgerðameiri. Eyjólfur gekk að eiga Björgu, dóttur
Einars í Þverárdal; hún var mikil vexti, raddkona mikil, og vel að
sér, sómagóð álitum, og kvenkostur góður. Guðmundur Einarsson,
bróðir hennar, fékk Margrétar Jónasdóttur, systur Eyjólfs. Hún var
væn kona og kurteis; voru brúðkaup þeirra saman um haustið í Ból-
staðarhlíð, og veisla mikil, því menn voru ríklundaðir.
Þennan vetur fóru margir Húnvetningar til róðra suður í Keflavík.
Reri Einar frá Þverárdal þar þá síðast, því hann var við aldur; þar
voru og þeir synir hans, Guðmundur og Jónas, hinir gerfilegustu
menn. Þar var og Eyjólfur frá Gili, og þá einn afformönnum Jakobæ-
usar Kristins kaupmanns, en Kristinn var þá utan, og Holgó sonur
hans var þá ráðamaður hans fyrir búinu og versluninni. Móhr hinn
gamli, og sá maður, er Einar hét, Þórðarson, úr Njarðvík; voru þar
og formenn Kristins, Strjúgs-Jón og Halldór stóri Skagfirðingur frá
Skriðulandi í Kolbeinsdal. Var það nú einn dag, að Eyjólfur gekk
að virkisbrunni (vatnspósti), og tók sér vatn á kút, en bannað hafði
þó verið vatn að sækja, fyrir því að alllengi þvarr við það síðan