Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 111
HUNAVAKA
109
ur sinni í hinu mesta dálæti, og átti sncmma í skærum við menn,
var og vel viti borinn, en þótti ærið ósvífinn og hrckkjagjarn, þegar
á unga aldri, og kvensamur.
Tók hann snemma að geta börn við ýmsum konum, og meðgekk
þau fyrst, en síðan tók liann að sverja fyrir; áminnti þó Pétur prófast-
ur á Miklabæ hann oft til góðs, og flciri vöruðu hann við illu, þó
að litlu haldi kæmi. Lagði liann mjög lag sitt við Húnvetninga þá,
er misjafnastir voru kallaðir, og vestur fór hann að Lækjamóti í Víði-
dal, og fékk Hólmfríðar, er kölluð var Magnúsdóttir, og Þorlákur
prestur haíði átt í meinum, að haldið var, með Kristínu dóttur sinni.
Fór Pétur með hana norður; bjuggu þau á Þorleifsstöðum í Blöndu-
hlíð; voru þeirra börn: Þorlákur, Ari og Sigríður. Margrét hét mær
ein, Eiríksdóttir, Pálssonar silfursmiðs á Steinsstöðum, er Pétur gat
barn með, og gaf henni handskrift fyrir, að sækja skyldi hann um
að eiga hana með konu sinni, og lagði ærið dýrt við; hét Jón son
hans og þeirra Margrétar, og varð skáldmæltur. Friðbjörg hét kona
ein, Þórarinsdóttir. Hún kenndi Pétri barn; vildi hann ekki við ganga,
og þverneitti, og enn komst orðrómur á, að hann ætti þunga með
konu þeirri, er Þórný hét, Arnfinnsdóttir, og bar hún það síðar, að
hann bannaði henni að lýsa sig, og gæfi henni meðöl nokkur; var
hún síðan heil að kalla. Hún sagði og það, að hann heíði látið sig
bera grjót allþungt, daglangt við húsastörf, og lagðist á orð allillt.
En á þriðja ári eftir það, að Friðbjörg haíði kennt honum barnið,
dó það; gekkst hann þá við því, en fékk það með því, að Hólmfríður
kona hans skildi við hann; haíði hann þá fengið að frillu Guðrúnu
dóttur Halldórs bónda á Ytri-Langamýri. Mælt er að hún segði fyrst
er hún sá hann: „Hvað djöfull er maðurinn fallegur!“ var hún þó
í mörgu vel að sér, þó Pétur fengi tælt hana. Pétur var gestrisinn
og mannúðlegur ákomu, tölugur og hélt sér til skrauts; Guðrún var
allung; voru þau systkin hennar: Jón, Solveig, Ólöfog Helga.
Sveinn bóndi Sveinsson á Syðri-Langamýri, bróðir Strjúgs-Jóns,
haíði getið barn fram hjá konu sinni, með Solveigu, systur Guðrúnar
og þeirra barna, en síðar fékk Solveigar Markús Andrésson, eyfirskur
maður; bjuggu þau á Ytri-Langamýri, og er hér var komið, fluttist
Pétur þangað á einn hluta landsins, þrjú hundruð, og bjó á móti
Markúsi. Kom Pétur sér brátt í vinfengi við Jón prófast á Auðkúlu,
Jónsson biskups Teitssonar, en sumir töldu Jón prófast í meðallagi
réttlátan, og fékk hann leyfi til að fá Guðrúnar, og gaf prófastur
L