Húnavaka - 01.05.1989, Page 112
110
HUNAVAKA
Hvab djöfull er maðurinn fallegur.
þau saman; var Hólmfríður, fyrri kona Péturs, þá enn með þeim,
og gerðist þunguð, og sá ekki á henni, að henni féllist um breytni
Péturs við sig, og hélt ætíð svari hans, ef hún heyrði kastað að honum.
Guðbjörg hét kona ein, gift, Ásmundardóttir, er skilin var við mann
sinn, og þó ekki að lögum; var hún þá fyrst vinnukona Gottskálks
silfursmiðs á Völlum í Vallhólmi, Egilssonar. Hún hafði haft óorð
af Pétri, og kenndi honum nú barn, en hann synjaði. Þingaði Jón
sýslumaður Espólín í því máli að Stóru-Okrum, og prófaði skarplega;
en Tómas hreppstjóri Tómasson á Nautabúi í Tungusveit sótti málið
frýjulaust á hendur Pétri, og lét ekkert til skorta, það kostur var
á, að varna Pétri eiðs. Kom fyrir mörg ósvífni Péturs, um kvennafar,
og ein kona, er Gunnvör hét Rafnsdóttir, og gift var Páli Þor-
steinssyni, Pálssonar silfursmiðs, bar það, að hann hefði viljað
nauðga sér þungaðri, ef ekki hefðu menn að komið; en enginn hafði
heyrt hana kalla, og lýst hafði hún því of seint. Varð þó ekkert fullgilt