Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 113
HÚNAVAKA
111
fundið, að varna Pétri eiðs fyrir Guðbjörgu; var þá leitað amtmanns.
Gjörði það mest um, að Pétur hafði flekað Guðbjörgu til tvísagna,
og fékk hann eiðinn, og tók Blöndal sýslumaður hann af honum
og freistaði þó áður að telja hann úr rangeiði. Pétur var maður
fullkominn á vöxt, rjóður í kinnum og auðkenndur; voru nokkuð
mislangir fætur hans, svo hann gekk og stóð við haltur; orti hann
stundum um menn, en lítt var hann hagorður, þó vel væri hann
viti borinn, og að mörgu slægur; kváðu og jafnaldrar hans um hann
nokkrir, er hann sletti til. Það var eitt sinn, er Espólín reið fyrir
neðan Þorleifsstaði, er Pétur bjó þar, að hann kvað stöku þessa:
Hér er slot þess mikla manns, sem mikið getur,
harðsnúinn, og heitir Pétur,
hrútur bæði sumar og vetur.
III. KAFLI
Eyjólfur missir konu sína, og annað
Nú bjuggu þau Eyjólfur Jónasson og Ingibjörg móðir hans, á hálfu
landinu á Gili; réðst þá sá maður til hennar, er Sigurður hét, Sigurðs-
son, frá Holti í Svínadal, Jónssonar, og fékk hann Ingibjargar. Þá
var og ísleifur hinn seki á Gili; urðu skærur með þeim Eyjólfi, því
honum þótti ísleifur óvirða mjög Sigurlaugu systur sína, en talið
er, að Ingibjörg héldi heldur með ísleifl. Það varð og, að Sigurður
og Ingibjörg fóru byggðum vestur að Geithömrum í Svínadal, en
Eyjólfur bjó eftir á Gili. Síðan var það um sumarið 1823, að Björg
kona Eyjólfs, andaðist á barnssæng; hét barn það, er hún ól, nafni
hennar, og andaðist einnig, en Jónas og Eyjólfur hétu börn þeirra,
er lifðu. Bjó Eyjólfur eftir konu sína á Gili, og versnaði mjög hagur
hans við missi hennar, því hún var góð kona og merk, og bætti
mjög ráð hans. Kvæntist þá og Jónas bróðir hennar frá Þverárdal,
og fékk Guðrúnar Illugadóttur, bónda í Hoiti, Gíslasonar; fóru þau
að búa í Stórumörk.