Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 114
112
HUNAVAKA
IV. KAFLI
Frá Gils-sölu, og þeim Eyjólfi og Elís
Á ymbrudögum í marsmánuði 1824, fór það fram á Auðkúlu í
Svínadal, að Sigurður bóndi Sigurðsson á Geithömrum seldi í maka-
skiptum, að kallað var, Pétri Skúlasyni á Langamýri jörðina Gil í
Svartárdal fyrir Vaglagerði í Blönduhlíð, 10 hundruð; gaf Pétur 15
ær í milli, að þeir sögðu; voru kaupvottar, Jón prófastur á Kúlu,
og Vigfús prestur Eiríksson Reykdal, frá Hvammi í Laxárdal. En
6 dögum síðar, jók Pétur millilagið með 35 spesíum. Pað var enn
bréfað að Auðkúlu, og var Jón prófastur vottur, og Þorsteinn sonur
hans. Síðan var það annan dag ymbruviku í júnímánuði, að sátta-
fundur var lagður með Sigurði bónda á Geithömrum og Eyjólfi á
Gili, stjúpsyni hans. Voru sáttaleitarmenn Ólafur prestur Tómasson
í Blöndudalshólum, og Arnljótur hreppstjóri Árnason. Hafði misklíð
orðið um ábúð Eyjólfs á Gili, og Sigurður byggt honum út, og flcira
bar á milli. Sættust þeir svo, að Sigurður byggði Eyjólfi Gil eitt
ár, en að öðru vori skyldi hann víkja frá honum, eða þeim, er hann
vildi byggja. Seldi hann þá og Eyjólfi þrjú hundruð í Fjósum, en
hann greiddi fyrir 54 spesíur ríkisbanka; Sigurður seldi og Eyjólfi
Sclhaga, hjáleigu frá Gili, að beiðni hans, fyrir fimm hundruð í
Skeggjastöðum, og eitt ásauðar kúgildi, og gaf honum kúgildið upp;
skildu þeir vel sáttir.
Elís Oddsson frá Refsteinsstöðum var þá á vist með Pétri Skúla-
syni. Hann var ungur og allknálegur, og hinn mesti óeirumaður við
öl. Var það eitt til merkis um æsing hans, að eitt sinn, er hann
var staddur að Gufunesi syðra, að Bjarna assessors, og beið byrjar
í Njarðvíkur, með öðrum Norðlingum, var hann drukkinn að kvcldi,
er þeir ætluðu suður að morgni. Slarkaði hann fram eftir um nóttina,
en háttaði síðan. Landar hans gerðu hann varan að morgni, nennti
hann þá ei að fara, en þeir tóku leiðið, þá þeir voru albúnir, og
er hann vissi það, hljóp hann nakinn ofan í fjöruna, þá þeir ýttu,
með ærnum illyrðum, og grýtti að þeim mjög, svo lá við stórmeiðsl-
um. Friðrik hét bróðir hans, að móðerni, Jósepsson frá Refsteinsstöð-
um; var hann einn með þeim knálegustu Húnvetningum, en yngri
en Elís.