Húnavaka - 01.05.1989, Síða 115
Hljóp hann nakinn ofan ífjöruna, þáþeirýttu.
Einn drottinsdag reið Elís austur yfir Blöndu, til Svartárdals, ölv-
aður nokkuð og fór mjög geyst. Hann fór til Gils, og þóttist Eyjólfur
kenna manninn, er hann sá for hans, og bað konur að segja sig
ekki heima. Lést ekki vilja verða fyrir drykkjulátum hans. Eyjólfur
svaf í skemmu, og var henni læst. Kom Elís á hlaðið, fann konur
að máli, og bað um brennivín, og spyr að Eyjólfi; þær kváðu hann
ekki heima; Elís kvað þær ljúga mundu, bölvaði þeim mjög, og mælti
stórilla. Gekk með það að skemmunni, og spyr, ef Eyjólfur sé þar.
Var því engu svarað; þá mælti Elís margt illa, og brígslyrði mörg
um Eyjólf, heitaðist upp að brjóta, ef ei væri ansað, eða hann fengi
brennivín. Loft var í skemmunni, og vindauga á þili; þar gekk að
Guðrún Sigfúsdóttir, er að lagi var með Eyjólfi, og mælti við hann;
var Elís orðskár, og illyrti hana, - þá lét hún leka brennivín lítið
úr flösku, um gluggann; féll það á stéttina ofan, undir fætur honum.
Bað hún hann hafa lítillæti, og lepja. Við það reiddist hann enn
meir og hljóp á hurðina og vildi brjóta, en hún var sterk og læst
rammlega. Hljóp hann þrisvar á af öllu afli, slitnuðu þá flestir naglar
úr skránni, er henni héldu, en kengurinn dróst inn úr dyrastafnum
til hálfs, sá er neðar var. Hafði hann nú framlagt það, er hann mátti,
og þótti óárennilegt að gjöra meira að, og reið á brott hvatlega.
8