Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 117
HUNAVAKA
115
hana af honum, hljóp í því á hest sinn, og greip treyju Elísar og
hatt. Greip Elís þá svipuólina, og náði henni, en Eyjólfur snaraði
langt á brott hatti Elísar á völlinn; elti þá Elís hann, en Eyjólfur
hleypti þegar til baka aftur; Elís lét synda Blöndu þar undan, er
þeir fundust, kom til Langamýrar, og sagði Pétri í tómi, hversu farið
haíði. Var það þá litlu síðar, sunnudagskveld eitt, að þeir Pétur
og Elís riðu Blöndu, og upp til Gils. Jón Halldórsson var hinn þriðji,
heimamaður á Langamýri, bróðir Guðrúnar Péturskonu. Eyjólfur
var í smiðju, er þeir komu; sló Pétur í glett við hann, og spyr, ef
hann vildi eigi bjóða þeim í skemmu. Eyjólfur kvað svo vera mega;
var honum þá grunur á ferð þeirra, þar sem hann var einn fyrir,
ef nokkuð skærist í; sá þó, að Elís var ódrukkinn, og hóglátur í orðum.
Fóru þeir nú í skemmuna, og gaf Eyjólfur þeim brennivín. Hann
spyr, hvert þeir ætli að ríða þrír saman. Þeir létust ætlað hafa út
á Laxárdal, til Markar, erinda sinna.
En er stund leið, spyr Pétur, ef Elís ætti ekki erindi við Eyjólf.
Eyjólfur kvað hann mundi hafa lokið þeim næst, lét sér slík erindi
oft illa koma. Elís bað hann ganga þá á einmæli við sig, og svo
gjörði hann. Þá bað Elís Eyjólf sleppa treyju sinni með góðu við
sig, kvaðst eiga hana eina slíkra fata, en lést vilja bæta honum gjörð-
an skaða, þá hann mætti; fór hann um það mörgum orðum, kvaðst
ekki unna Pétri stæringar af að hafa sætt þá; Eyjólfur kvað vant
að trúa honum, en gekkst þó hugur við bæn hans, og það hann
sór við, að hann byggi ekki yfir svikum. Lést og vita vilja, hvort
hann segði satt um óvild sína við Pétur, og veitti honum ei afsvör
um treyjuna. Síðan gengu þeir á hlaðið; voru þeir Pétur þá út komnir.
Mæltist Pétur til, að Eyjólfur vildi fylgja þeim. Guðrún Sigfúsdóttir
taldi slíkt viðsjárvert, kveld komið, en hann einn, hvað sem þeir
tæki til. Pétur kvað hana allilla til leggja, lést ekki vilja Eyjólíi mein,
heldur en sjálfum sér. Eyjólfur kvaðst óhræddur ríða mundi, öld
væri önnur, en verið hefði. Síðan riðu þeir til Bólstaðarhlíðar, hafði
Eyjólfur treyju Elísar bundna við söðul sinn. Þá tók Elís að sýna
sig drukkinn, og að atyrða Eyjólf; voru það brögð Eyjólfs, og ráðið
hafði hann Elísi það, en Pétur bað hann hætta því, og kvað hann
að verri dreng, að atyrða dánumann. Við það snérist Elís að Pétri
með illyrðum, brigslum og höggum, og sló í ryskingar með þeim.
Dró Elís Pétur um hlaðið, og fór illa með hann, en hann skaut til
engra vitna að heldur, og þótti kynlegt. Eftir það fékk Eyjólfur Elís