Húnavaka - 01.05.1989, Page 119
HUNAVAKA
117
V. KAFLI
Frá Pétri og Eyjólfi
Um vorið flutti Pétur Skúlason sig að Gili. Vildi Eyjólfur ekki
upp standa, þóttist hann hart af komast, að undan honum var seld
jörðin, sú er hann var óðalborinn til, og það með nokkurs háttar
brögðum. Mátti og ei gott af leiða, að því hann var skapi farinn,
og eiga í höggi við Pétur, svo rnikinn óaldarmann, en Eyjólfur manna
hefnigjarnastur; vildi hann nú fá Gil keypt af Pétri, en þess var eigi
kostur. Kastaði Eyjólfur því þá jafnframt út, er Pétur bar inn, svo
lá við mannskaða eða meiðslum; komu þá til Gils, að orðsendingu
Eyjólfs, Einar í Þverárdal og Eyjólfur á Eiríksstöðum, og vildu semja
vinsamlega, en það tjáði ekki, kvaðst Pétur fara eftir makaskiptabréfi
sínu, og heitið hefði Eyjólfur, að jörðin skyldi laus að þessum far-
dögum. Sendi nú Pétur ákæru yfir Eyjólf til Blöndals sýslumanns,
kvað hann rjúfa skilmála, og bera út varnað sinn, er hann fiytji
að Gili. Sýslumaður var á ferð í Langadal, og kom svo, að hann
lagði með þeim fund að Auðólfsstöðum, á Seljumannamessu (8. júlí)
1825, og varð sú sætt, fyrir hans meðalgöngu, að fá skyldi Pétur
að flytja á Gil allt sitt, en Pétur hét að byggja Eyjólfi land fyrir
3 hundruð og 40 álnir, þann hlut er hann átti í Ytri-Langamýri,
og hafði á búið, fyrir gilda landskuld í ull og tólg, og ljá eina dagsláttu
til slægna, af Gilsvelli, til næsta árs; þar á móti áskildi Pétur, að
Eyjólfur væri burt frá Gili innan þriggja daga, en skemma sú, er
Eyjólfur átti þar, skyldi mega standa viku, og ef hún væri þá ekki
á brott færð, skyldi Pétur mega brúka hana hið næsta ár, til allrar
skaðlausrar brúkunar, og svo skyldi Eyjólfi þannig heimil skemma
sú, er Pétur átti á Langamýri, en hús og hey, er hver átti á annars
jörðu, skyldu brott flytjast, það fyrsta að yrði við komið, við töðu
sláttarlok. Enn áskildi Pétur, að Eyjólfur flytti sig á Langamýrarhlut-
ann, eður hefði hann með því, er hann ætti í Fjósum, bauðst þó
til að taka aftur þann hluta átölulaust, ef Eyjólfur vildi hann ekki,
og halda hann þó aðra skilmála þeirra, og varði eftir megni, að pen-
ingur hans gengi á Gilsland. Það vildi hann og frjálst eiga, að sækja
Eyjólf að lögum, ef hann rýfur þetta, fyrir mótspyrnu þá, er hann
hefir gjört sér að komast á Gil; varð þetta að sáttum, og rituðu