Húnavaka - 01.05.1989, Qupperneq 120
118
HUNAVAKA
þeir nöfn sín undir saman, með sýslumanni, Eyjólfur og Pétur, en
vottar tveir, Arnljótur hreppstjóri og Ólafur bóndi á Auðólfsstöðum
Bjarnarson, Guðmundssonar; og skildu nú sáttir að kalla. Eftir það
flytur Eyjólfur bú sitt á þann landshlut, er hann átti í Fjósum, en
Þorbergur bóndi Árnason, er þar hafði lengi búið, og átti annan
hlut landsins, fór að beiðni hans vestur að Rugludal, og hét Eyjólfur
að selja honum sinn hlut í Fjósum. Réðst þá til Fjósa, móti Eyjólfi,
Þorkell bóndi Jónsson á Skeggsstöðum. Hann átti Rósu, dóttur
Bjarna, er á Skeggsstöðum haíði búið, og áttu þau Rósa þá jörð.
Eigi þóttist Eyjólfur mannafla hafa til að nota Langamýrarhlutann,
og varð ei af því.
Skjótt urðu ágreiningar um beitingar, því fénaður Eyjólfs sótti
mjög á Gilsland að venjunni, þar sem hann var á næsta bæ, en
Pétur þoldi illa, og miklaði heldur mjög í frásögnum. Leið og eigi
langt, áður Pétur lýsti lóðhelgi, og lagði við þjófssök, ef nokkuð væri
brottflutt, það er Eyjólfur átti eftir á Gili, en það var virt á 90 og
eins hálfs dals virði í silfur verði, en hálf spesía var hver, eður lóð.
Lét hann tvo menn lesa bann það, hinn 29. júnímánaðar, svo að
Eyjólfur var við, Guðmund, son Magnúsar í Hvammi, er átti Ingi-
björgu, systur þeirra ísleifs seka, og Jónas Kristjánsson, kvæntan
húskarl á sama bæ; versnaði allmjög við það með þeim Pétri og
Eyjólfi, og svall til fulls fjandskapar.
VI. KAFLI
Aleitni við Pétur
Oft var vant búsmala Péturs um sumarið, fyrir það hann var óhag-
vanur, og kallaði hann það rekið úr högum af mönnum; sluppu hon-
um og ær nokkrar norður á fjöll, milli Laxárdals og Skagafjarðar.
Það bar enn við, að kýr ein, sem Pétur átti, át hvorki né drakk
nokkra daga, og vissi enginn hverju sætti, en ekki sást á henni. En
þá var það kvöld eitt, að Guðmundur á Skeggsstöðum, sá áður var
getið, kvað sig gruna um meinsemd kýrinnar, fór þegar til Gils, kall-
aði á glugg, kvaddi Pétur, og bauðst að skoða kú hans; Pétri líkaði
vel, og lét Gvönd leggja hana niður, þuklaði hann þá háls hennar,
og bað menn halda sundur hvopdnum, braut upp ermar sínar dl